Vafningur Arion banka með Haga

Móðurfélag Haga, 1998 ehf. skuldaði Kaupþingi 48 milljarða eftir bankahrunið. Með því að sameina 1998 ehf. og Kaupþing var hægt að afskrifa 35 milljarða af skuldum 1998 og þar með dótturfélagsins Haga. Þannig var farið að því og látið líta svo út að engar skuldir þyrfti að afskrifa vegna Haga. Öll munum við hversu mikil áherzla var lögð á það af hendi bankans að um engar afskriftir yrði að ræða fyrir Haga.

Núna er fléttan fullkomnuð.  Búið að selja lífeyrissjóðum og bröskurum 34% hlut Arion banka í Högum. Og Jón Ásgeir og fjölskylda laus allra mála vegna 12 milljarða skulda 1998. Ekki slæmt það.  En hinir nýju eigendur skyldu nú ekki treysta um of á hagkvæmni þessarar fjárfestingar. Högum hefur gengið vel í skjóli markaðsyfirráða en vörumerkið Bónus er laskað og viðbúið að viðskiptavinir leyti annað strax og tækifæri gefst. Það eru mikil mistök hjá yfirvöldum að leysa ekki Haga strax upp.  Heimild til þess var nýlega samþykkt á Alþingi en Samkeppnisstofnun telur kannski meira brýnt að tryggja hagsmuni Pálma í Fons, heldur en standa vörð um hagsmuni íslenskra matvörukaupenda.


mbl.is Arion selur 34% í Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband