Skattpíningin

Á þriðja ári eftir hrun örlar ekki á tillögum um að draga báknið saman. Ennþá eiga íslenskir skattgreiðendur að bera kostnaðinn af óráðsíunni í rekstri ríkisins. Hér má taka til hendi og verður að taka til hendi.  Það þarf ekki að hækka skatta eða breikka skattstofna. Það þarf að skera niður útgjöld! Við höfum ekki efni á gæluverkefnum stjórnmálanna eða sporslum til einkavina. Kerfið ræður við að þjónusta milljón manna þjóðfélag og það verður að skera niður. Og á meðan við erum að ná okkur upp úr mesta skuldafeninu þá verður að skera niður allan óþarfa í fjárlögum.  Það hefur ekki verið gert.

 

  1. Til hvers eiga stjórnmálaflokkar að vera á fjárlögum?  
  2. Til hvers eiga bændasamtökin að vera á fjárlögum?
  3. Til hvers á kirkjan að vera á fjárlögum?
  4. Til hvers á RÚV að vera á fjárlögum?
  5. Til hvers að eyða milljörðum í utanríkishítina?
  6. Til hvers að vera með alltof stórt fjármálakerfi?
  7. Af hverju ekki að þjóðnýta olíufélögin, bankana og tryggingafélögin?
  8. Af hverju ekki að innheimta réttlátan skatt af útgerð og álverum?
  9. Af hverju ekki að draga úr miðstýringu og efla landshlutana?
  10. Af hverju ekki að birta bókhald ríkisins og stofnana þess á netinu?

 


mbl.is Hætt við hækkun kolefnisgjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hættum með stjórnmálaflokka.

Hættum með bændur og bændasamtök.

Hættum með kirkjur og presta.

Hættum með ríkisútvarp.

Lokum sendiráðum og köllum diplómata heim.

Ríkisvæðum fjármálakerfið.

Þjóðnýtum allt sem verkast vill.

Svei mér þá en ég hélt að þeir félagar Lenín og Stalín væru dauðir en lengi lifir í gömlum glæðum....  

Jón Ingi Cæsarsson, 28.11.2011 kl. 15:44

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Má ég þá gera ráð fyrir að þú viljir halda vörð um kerfið eins og það er og hér megi engu breyta Jón?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.11.2011 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband