Hver skyldi kostnaður vegna kvótakerfis vera?

geiri á guggunni

Einar Kristinn  Guðfinnsson er nú ljóti populistinn og hagsmunagæslumaðurinn. Hvernig á annað að vera en að tekjur af atvinnustarfsemi renni fyrst í ríkissjóð til að mæta kostnaði af sameiginlegum útgjöldum ríkisins?  Að tala um landsbyggðarskatta í þessu sambandi er dæmi um úrelt viðhorf. Ekki fordæmdu höfuðborgarbúar þegar ákvörðun um gerð Óshlíðarganga var tekin!  Helsta verkefni þingmanna er að forgangsraða verkefnum í samræmi við mikilvægi en ekki að stunda kjördæmapot og atkvæðaveiðar í eiginhagsmunaskyni eins og sumir virðast halda. Einar Kristinn Guðfinnsson tók þátt í að eyða byggðum á Vestfjörðum.  Hann hefur setið á þingi síðan 1991, næstum  jafnlengi og kvótakerfið hefur verið við lýði.  Og það er vert að rifja það upp að hann var kjörinn á þing af Vestfirskum íhalds og útgerðarmönnum til að berjast gegn kvótakerfinu.  Þau loforð eru nú löngu gleymd enda var þessi svikari gerður að ráðherra sjávarútvegsmála fyrir þjónustuna við Flokkinn og eigendur hans, Kvótagreifana.  

Einari Kristni væri nær að berjast fyrir afnámi kvótakerfisins.  Kvótakerfið hefur skaða fiskstofna,  og komið í veg fyrir eðlilega nýliðun vegna vanveiði.  Og kvótakerfið hefur engu skilað til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina,  ekki frekar en raforkukerfið í Afríku, sem var einkavætt í hendur glæpamanna sem blóðmjólka nú ættbálkana.  Kvótakerfið hefur komið í veg fyrir eðlilega endurnýjun flotans því allur arðurinn fer nú í að greiða fjárfestingarskuldir útgerðarinnar í öðrum greinum en sjávarútvegi.  Þetta er sú arfleifð sem Einar Kristinn fremstur í Flokki skilur eftir sig. Ef hann skilur ekki afleiðingar rangra ákvarðana sinna og Flokksins þá á hann að hafa vit á að biðjast lausnar sem þingmaður og fara svo í ævilangt fjölmiðlabann.  


mbl.is Féð skili sér aftur til landsbyggðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur!

Aðalsteinn Agnarsson, 3.12.2011 kl. 14:09

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Myndin tengist ekki efni færslunnar beint. Hún er af 2 nafnkunnum aflamönnum sem kvótakerfið lék grátt. Til vinstri er sá landskunni afla og heiðursmaður, Ásgeir Guðbjartsson á Ísafirði, betur þekktur sem Geiri á Guggunni. Hinn er Einar Hálfdánarson á Bolungarvík, sem var lengstum skipstjóri á skipum Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík, útgerðarfyrirtækis sem Einar Kristinn setti svo endanlega á hausinn. Myndina tók ég í leyfisleysi af síðu hjá Íngólfi Þorleifssyni á Súgandafirði http://golli.123.is/blog/2010/05/19/454914/

Biðst ég velvirðingar á því

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.12.2011 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband