Glötuð tækifæri

Við hrun þjóðfélagsins og gildanna árið 2008 gafst ómetanlegt tækifæri til að staldra við og byggja upp nýtt og betra samfélag. Þetta tækifæri er núna gengið okkur úr greipum.  Í stað þess var farin sú leið að endurreisa gamla spillta kerfið á fúnum stoðum flokksræðis og samtryggingar spilltra stjórnmálamanna sem ganga erinda sérhagsmuna og auðhyggju en láta sig minna varða fjárhagslega velferð þorra þegnanna og rétt þeirra til sjálfsbjargar.  En kannski eru ráðamenn ekki jafn spilltir og mörgum virðist vera.  Kannski eru þeir bara svona heimskir!  Og það er margfalt verra. Því það stenst heimskunni enginn snúning.  Enda tekur heimskinginn engum rökum heldur veður áfram fullkomlega sannfærður um að enginn sé honum fremri. Þetta hlýtur að vera skýringin á öllum þeim endalausu axarsköftum sem meirihluti alþingis ber ábyrgð á frá hruni.

Í þessu ljósi er fullkomlega galið að vera að hræra í grundvallarsáttmálanum sem er stjórnarskráin.  Enda er afurð Stjórnlagaráðs illa unninn bræðingur þar sem tilgangurinn var látinn helga meðalið. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Þegar stefnt er að bestu mögulegri útkomu þá nota menn ekki lægsta samnefnarann. Ég gæti svo auðveldlega skrifað 100 greinar eins og Gísli Tryggvason um tillögur Stjórnlagaráðs, en ég ætla ekki að gera það. Hins vegar vil ég hvetja alla til að kynna sér frumvarpið á gagnrýninn hátt. Til að auðvelda mönnum yfirlesturinn og vinnu með textann, þá hef ég útbúið tvenns konar útgáfur af frumvarpinu. Í fyrsta lagi þá tók ég upprunalega pdf skjalið og bætti inní það bókamerkjum í samræmi við yfirlitið. Einnig gerði ég mögulegt fyrir lesendur að bæta inn eigin athugasemdum. Í öðru lagi þá tók ég mig til og bjó til rafbók sem hægt er að lesa í til þess gerðum lestölvum sem notast við epub format.  Það er í raun ámælisvert að þetta hafi ekki verið gert strax í upphafi af ráðinu sjálfu.  En eins og kunnugt er, þá hefur engin kynning farið fram á frumvarpinu, hvorki af hálfu Stjórnlagaráðs né stjórnvalda og engin umræða á þingi heldur.

Öll þessi vinna og yfirlega hefur svo orðið til þess að ég tel mig þekkja frumvarpið og greinagerðina það vel núna, að ég get ekki með nokkru móti samþykkt að það fari í þjóðaratkvæðagreiðslu óbreytt. Bara það, að það er engin tilraun gerð til að útskýra hugtök sem notuð eru, leiðir af sér óskýran texta fullan af mótsögnum og endutekningum sem aftur er afleiðing þeirra hópavinnu sem einkenndi starf ráðsins.  Einnig er sláandi að þau hugtök sem mest eru notuð í orðræðunni varðandi núverandi stjórnarskrá koma varla fyrir í þeirri nýju. Þar er til dæmis hvergi minnst á landráð né viðurlög við brotum gegn stjórnarskránni. Og Það er aðeins minnst á ábyrgð, á 5 stöðum og ráðherraábyrgð á 3 stöðum. Hins vegar er heil grein sem fjallar um ábyrgð forseta og nokkrar sem fjalla um hvernig hægt er að setja forsetann af..  Eins má nefna mannréttindakaflann sem dæmi um atriði sem eru meira í ætt við viljayfirlýsingar og óraunhæfar væntingar heldur en ótvíræð fyrirmæli. Enda hefur engin umræða farið fram um það hvernig stjórnarskráin á að vera.  Þjóðfundurinn gaf enga línu í þá átt þótt menn séu með þær eftiráskýringar núna. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum nýja stjórnarskrá sem yrði um leið grunnur að nýju lýðveldi þar sem grunnstefið væri beint lýðræði og valddreifing. Þessi bræðingur sem nú liggur fyrir getur aldrei orðið grunnur til sátta. Því miður


mbl.is Handarbakavinna og algjört klúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband