Hagsmunaárekstrarnir

Hingað til hafa samtök sjómanna í Vestmannaeyjum staðið þétt að baki útgerðarmönnum enda hagsmunir þeirra hinir sömu. Nú þegar líkur eru á að gerðar verði grundvallarbreytingar á kerfinu þá vakna þeir upp við vondan draum og væla undan vonsku útgerðarmannanna sem munu láta þá bera allan kostnað af kerfisbreytingunum.  En er þetta trúverðugt hjá Bergi Kristinssyni?  Gleymdi ekki blaðamaðurinn að spyrja út í tengsl formanns skipstjóra og stýrimanna við útgerðarelítuna? Er Bergur ekki náskildur Magnúsi Kristins, stórútgerðarmanni? Og gæti verið að helmingur sjómanna væri tengdur inn í útgerðirnar á einn eða anna hátt og þannig meðeigendur aflaheimildanna og hefðu hagsmuni af óbreyttu kerfi báðum megin borðsins?  Mér hefur oft gramist þessi afstaða sjómannanna en ég skil líka að þeir eru bara að verja sína hagsmuni. Hagsmuni sem þeir héldu að væru til langs tíma en eru nú að átta sig á að voru bara skammtímahagsmunir og ef þeir hefðu staðið að baki þeim sem töluðu fyrir afnámi kvótans þá væru núna allir betur settir.
mbl.is Býr til gettó á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhannes, hvað er rangt við það að fólk í Vestmannaeyjum hvort sem um ræðir útgerðarmenn, sjómenn eða fiskverkafólk. Þjónustuaðila, hafnir eða sveitarfélag njóti þeirra ávaxta og þess uppvaxtar inn í hagkerfi Vestmannaeyja sem fiskveiðar sem stundaðar eru þar veita fólkinu í því sveitarfélagi?
Hver eru hin raunverulegu rök þess að fólkið sem þar býr eigi ekki að hafa neitt fyrir sinn snúð. Að allur hagnaður sem til falli eigi að fara úr Vestmannaeyjum, til ríkissins og þaðan til Reykjavíkur í nefndir og annað viturlegt?

Haraldur (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 13:13

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Haraldur, ertu ekki að misskilja eitthvað?  Hvergi hef ég í neinum af mínum hundruða pistla mælt kvótakerfinu bót.  Hvað þá að ég gleðjist yfir fyrirhugaðri ríkisvæðingu gróðans af fiskveiðunum.  Hins vegar þá hef ég gagnrýnt harðlega sukkið í núverandi kerfi.  Og þegar þú talar um að Vestmanneyingar eigi að njóta rentunnar þá gleymirðu því hvernig kvótinn hefur safnast á færri og færri hendur, líka í Vestmannaeyjum og arðinum er miskunnarlaust stungið í vasa kvótagreifanna en skilar sér ekki til samfélagsins. Líttu á Ísfélagið. Líttu á Vinnslustöðina.  Ímyndaðu þér svo hvernig Guðmundur í Brimi hefði farið með Vestmannaeyjar sem byggð, ef hann hefði náð yfirráðum í Vinnslustöðinni. Ef menn sjá ekki hættuna sem kvótakerfið er fyrir byggðir landsins þá eru menn auðtrúa fávitar sem eiga það skilið að vera leiguliðar og þrælar kvótagreifanna. Það var inntakið í pistlinum að hagsmunir sjómanna geta aldrei farið saman við hagsmuni útgerðarinnar í kerfi sem takmarkar atvinnu.  En það er megintilgangur kvótakerfisins að halda sókninni í lágmarki til að hámarka arð útgerðarinnar.  Þannig fara hagsmunirnir ekki saman. Ekki byggðanna,  ekki sjómannanna, ekki þjónustuaðilanna og alls ekki þjóðfélagsins sem þarf að bæta byggðunum upp samdráttinn og skerða þjónustuna.  Allt í boði kvótagreifa sem neita að láta neitt af arðinum til þjóðfélagsins

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.3.2012 kl. 14:00

3 Smámynd: Snorri Hansson

" Ef menn sjá ekki hættuna sem kvótakerfið er fyrir byggðir landsins þá eru menn auðtrúa fávitar sem eiga það skilið að vera leiguliðar og þrælar kvótagreifanna."

Jóhannes ertu að tapa þér?

Snorri Hansson, 26.3.2012 kl. 15:25

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað meinarðu Snorri?  Trúir þú mýtunni um að veiðar hafi nærri útrýmt nytjastofnum við Ísland á níunda áratug síðustu aldar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.3.2012 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband