Samviska þjóðarinnar

Illugi Jökulsson er réttnefndur "samviska þjóðarinnar".  Þegar Illugi grætur,  þá grætur þjóðin og þegar Illugi hlær, þá hlær þjóðin.  En einu gleymir Illugi og það er, að hann þarf ekki að bera ábyrgð á geðheilsu þjóðarinnar.  Þjóðin sjálf er stjórnarskrárgjafinn, en ekki stjórnlagaráðið. Stjórnlagaráðið var kosið af einungis 34% kjósenda og átti því ekki að taka sér það vald, að setja þjóðinni algerlega nýja stjórnarskrá.  Þeir hefðu betur látið nægja, að skoða þau atriði, sem þeim var falið í frumvarpinu um stjórnlagaráðið. Þá værum við örugglega í öðrum fasa en núna.  En ef stjórnin þorir að bera þetta frumvarp undir þjóðina og meirihluti þjóðarinnar samþykkir það, þá er hægt að tala um að þjóðin hafi sett sér stjórnarskrá.  Fyrr ekki. Og alls ekki ef aðeins lítill hluti þjóðarinnar sýnir málinu áhuga. Um þetta ættum við öll að geta verið sammála.  Líka Jón Gunnarsson!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar bloggbarnið ekki læra að skrifa rétt á sínu eigin bloggi?

1. Það á að byrja setningu með stórum staf. Það lærðir þú nú í barnaskóla.

2. Það á að sleppa punkti þegar notuð er skilyrðistengingin ef-þá.  

Það þarf því að endurskrifa eftirfarandi: "...þjóðarinnar samþykkir það. Þá er..."

Vanda sig vinur.

Lax (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 00:18

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir þetta. Ég játa að ég lagfærði textann eftir á og til að stytta setninguna þá setti ég punkt á eftir það. En sá svo að það var setningafræðilega ekki rétt.  En eins og ég sagði hér áður um þína athugasemd, þá kysi ég að vita frekari deili á þér.  Hvort þú hefðir til dæmis menntun í íslensku umfram mig...Í raun og veru er engin þörf á að skrifa hér undir dulnefni.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.3.2012 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband