Já við Þjóðkirkju - Nei við Ríkiskirkju

Því miður þá er ekki hægt að rökstyðja þessa afstöðu í stuttum pistli en samt skal reyna.  Í þúsund ár hefur kristinn siður verið grundvöllur uppeldis og lífsskoðunar yfirgnæfandi meirihluta landsmanna.  Nú þegar áhrif fjölmenningar eru farin að skjóta rótum í samfélaginu og stjórnsýslunni þá er ekki rétti tíminn að slíta í sundur friðinn sem einn siður í landinu hefur tryggt og áréttað er með þjóðkirkjuákvæði stjórnarskrárinnar.  Þvert á móti ættum við að ganga skrefinu lengra og koma í veg fyrir að önnur trúarbrögð hljóti viðurkenningu og nái að skjóta rótum.  Þar á ég sérstaklega við Islam. Mín persónulega skoðun er sú að eitt af skilyrðum fyrir því að útlendingar fái íslenskan ríkisborgararétt eigi að vera, að þeir viðurkenni þann sið sem hér ríkir og heiti því að virða hann.  Aðgreining eftir trúarbrögðum er óásættanleg en það á ekki að koma í veg fyrir hana með því að leggja niður þjóðkirkjuna eða slá af nokkrum þeim kröfum sem vernda okkur sem þjóð eða tilveru okkar sem þjóðríkis.

Að verða Íslendingur  felur í sér að taka upp íslenskan sið, tungu og venjur.

Hins vegar hugnast mér ekki hvernig kirkjan sem stofnun hefur þróast. Þar finnst mér að breyta megi um áherslur.  Fyrst og fremst er nauðsynlegt að skera á fjárhagsleg tengsl ríkis og kirkju. Í öðru lagi þarf að brjóta upp miðstýringu hins kirkjulega valds og færa það í hendur söfnuðanna og í þriðja lagi þá  þarf að endurskoða guðfræðinámið.  Til að leiða safnaðarstarf á ekki að þurfa sprenglærðan guðfræðing á ofurlaunum. Prestar eiga að þiggja laun frá söfnuðunum en ekki ríkinu og því ætti kirkjan að vera á forræði sveitarfélaga. Þá væri engin mismunun milli embætta.  Jöfnunarsjóður myndi sjá um að fámennari og fátækari sveitarfélög nytu jafnræðis.

Þetta er mín afstaða í stuttu máli og því mun ég segja Já við Þjóðkirkjuákvæðinu í komandi kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Að verða Íslendingur felur í sér að taka upp íslenskan sið, tungu og venjur.

???

Meinarðu að það eigi að takmarka frelsi fólks til að lifa lífinu eins og það sjálft kýs? Setja reglur um klæðaburð, áhugamál, matmálstíma, hangikjötsát, banna tælenskum innflytjendum að borða núðlur á morgnana, og Pólverjum ða sækja messu í Landakoti??

Meira djöfuss ruglið þetta.

Skeggi Skaftason, 7.9.2012 kl. 09:41

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Skeggi, ég er að tala um innflytjendur og nauðsyn á innflytjendastefnu. Ég tel að það sé eðlilegt og sjálfsagt að innflytjendur aðlagist og samlagist okkar þjóðfélagi, sið og venjum. Ef við gerum ekkert þá er fræðilegur möguleiki að Ísland verði múslimaríki eftir 40-50 ár.  Ef þú lest það útúr pistlinum að ég sé fylgjandi forsjárhyggju þá er það mikill misskilningur og annað hvort þarftu að lesa færsluna betur eða að mér hefur mistekist að útskýra afstöðu mína, sem vel getur verið.  Kristni var lögtekin árið 1000 og með sömu rökum og þá, er alveg sjálfsagt að ramma þá kirkjuskipan sem nú er við lýði, inn í þjóðfélagssáttmálann, stjórnarskrána.  Ég sé ekkert sem mælir á móti því.  Við búum enn í tiltölulega frjálslyndu og umburðarlyndu samfélagi þar sem menn ráða því hvernig þeir klæðast, hvað þeir borða og hverjum þeir giftast.  Þetta frelsi þarf að standa vörð um.  Meðal annars með strangri og skilvirkri innflytjendalöggjöf.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.9.2012 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband