Lýðræðisumbætur til höfuðs fjórflokknum

20. október næstkomandi mun marka tímamót hjá þjóðinni.  Þá mun endanlega verða skorið úr því hjá hverjum valdið liggur, þjóðinni eða flokkseigendum og fjármagnseigendum.  Látum ekki úrtölumenn spilla þessu tækifæri til að breyta stjórnmálunum í eitt skipti fyrir öll.  Þótt frumvarp Stjórnlagaráðs sé ekki fullkomið þá er það samt margfalt betra en sú stjórnarskrá sem nú er í gildi.  Sérstaklega ákvæðin um beina lyðræðið og upplýsingaskylduna.  Látum ekki alger aukaatriði eins og þjóðkirkjuákvæðið koma í veg fyrir að við förum og kjósum og segjum Já við öllum 6 spurningunum.  Ef þátttaka verður góð og yfirgnæfandi meirihluti kjósenda segir já, þá getur þingið ekki hunsað þann vilja.  Og ef þingið ætlar að svíkja í þessu máli þá mun það bitna á fjórflokknum í næstu kosningum.  Þannig að ef þjóðin drullar sér á kjörstað 20 október þá er stríðið unnið.  Þá mun ekki skipta máli þótt allar orrusturnar hafi tapast.  Þá munum við ráða okkar málum sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslum og njóta liðsinnis forsetans til að hindra gerræði þingsins í málum sem meirihluti kjósenda er á móti.  Þar mun vega þyngst, kvótafrumvarpið,  Landsspítalaframkvæmdirnar og aðildarviðræðurnar við ESB.   Sennilega er of seint að stöðva Vaðlaheiðarganga-vitleysuna en það er ekki of seint að stöðva ruglið á Hringbrautinni.  Þar þarf að kúvenda til fyrri fyrirkomulags.  Við erum betur sett með margar smáar einingar heldur en eina allt of stóra sem á eftir að soga til sín allt fjármagn og starfsfólk á kostnað búsetuöryggis á landsbyggðinni.  Þessi áform sem nú er unnið eftir munu flýta einkavæðingunni sem margir vilja koma hér á þótt þeir þræti fyrir það.  Þeir hinir sömu þræta líka fyrir að hafa ætlað að einkavæða orkugeirann en við vitum betur.

Aðeins með því að virkja beint lýðræði í gegnum stjórnarskrána getum við haft hemil á spilltum stjórnmálamönnum.  

Sýnishorn af kjörseðlinum má nálgast hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband