Guðbjartur er skíturinn í nytinni

Sorglegt að hlusta á réttlætingar ráðherrans í Kastljósinu í kvöld.  Hann talar um góðan árangur Björns Zoega í sparnaði en áttar sig ekki á að hann er búinn að eyðileggja þennan árangur sjálfur með vanhugsaðri ákvörðun um launauppbót.  Að hann skuli svo halda að allt verði gott aftur með því að rifta þessum nýja ráðningarsamningi við Björn, ber vott um mikla veruleikafirringu.  Guðbjartur er búinn að vera of lengi á opinberu framfæri. Hann þarf á endurhæfingu á halda.  Og Björn Zoega þarf að endurskoða þá ákvörðun sína að halda áfram sem forstjóri.  Hann er búinn að fyrirgera því trausti sem hann er sagður hafa notið innan spítalans.  Þöggunin hefur verið rofin.  Því ég spyr mig hvort um samstöðu eða þöggun og hræðslu hafi verið að ræða. Fólk sem vinnur undir járnhæl er ekki líklegt til að viðra mikla andstöðu við heimskulegar ákvarðanir forstjórans......fyrr en nú þegar það hefur engu að tapa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband