Lýðræði hinna fáu

Þeir, sem nenna á annað borð að hugsa, hafa löngu séð að kosningalögum þarf að breyta.  Ójafnvægi atkvæða og hið ólýðræðislega val á framboðslista flokkanna kallar á nýja hugsun. Stjórnlagaráð leggur til að persónukjör verði bundið í stjórnarskrána en leggur að öðru leyti ekki til neinar breytingar.  Eftir lætur Alþingi að ákvarða kjördæmaskipun og útfærslu laga um kosningar og kjörgengi. Þessu þarf að breyta.  Það á að setja flokkum og flokksstarfi skorður í stjórnarskrá, skorður sem girða fyrir lýðræði hinna fáu. Óþolandi er að einfaldur meirihluti geti ráðið afgreiðslu allra mála óháð þátttöku.  Með því að setja stjórnmálaflokkum skorður þá aukum við lýðræðisþroska almennings.  Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslum sýnir að almenningur vill og nennir að taka þátt ef atkvæðið skiptir raunverulegu máli.  Kosning í flokksvali skiptir hinn almenna kjósenda litlu máli.  Þess vegna hefur fjórflokkurinn komist upp með að kúga meirihluta þjóðarinnar í svona langan tíma og með svona áþreifanlegum afleiðingum.  Að maður eins og Össur skuli ná 1.sæti í flokksvali 2.500 kjósenda er ekki hægt að túlka öðruvísi en sem vantraust.  Ég legg til að fjórflokkurinn bjóði fram óraðaða lista í næstu kosningum. Það yrði smá virðing við kjósendur og lýðræðið.
mbl.is 68 atkvæði skildu á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband