Ég skal aðstoða prófessorinn

images.jpgÉg er sammála þeim sem gagnrýnt hafa málsmeðferðina og allan feril þessa dæmalausa stjórnskipunarmáls.  En ég fer fram á að menn taki frumvarpið, sem nú liggur frammi til efnislegrar umræðu.  Þeim mun fleiri sem koma að því máli, þeim mun meiri líkur eru á að endanleg útgáfa verði viðunandi.  Ég er búinn að eyða miklum tíma í málið, hef sett saman mínar eigin tillögur, hlustað á og fylgst með starfi stjórnlagaráðs, sent inn athugasemdir og bloggað um drögin.  Lesið kynningu fulltrúanna eftir bestu getu og núna þegar frumvarpið hefur litið dagsins ljós þá fór ég í að lesa saman texta upprunalega frumvarpsins og þess frumvarps sem er til umræðu á þinginu.  Það kom í ljós að 36 greinar frumvarpsins höfðu tekið verulegum breytingum.  Annars vegar voru felldar niður heilu málsgreinarnar og hins vegar voru margar greinar endursamdar með nýju orðalagi. Til að hjálpa þeim sem áhuga hafa á mun ég láta báðar útgáfurnar fylgja þessari færslu svo fólk geti sjálft unnið með þær en þurfi ekki að gera þessa tímafreku greiningu.  Í tillögu ráðsins hef ég gegnstrikað með rauðu allt sem stjórnskipunarnefndin felldi út og með bláu því sem var umorðað.  Í tillögu nefndarinnar hef ég merkt allan texta með gulu sem hefur breyzt.
mbl.is Prófessor undrast vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband