Enn ein mistökin hjá Steingrími

Að leita ekki samráðs við Færeyinga og Grænlendinga um sameiginlega aflahlutdeild þessara þriggja ríkja veikir stöðu okkar gagnvart hótunum ESB. Makríllinn hefur undanfarin ár gengið í meira magni hingað í okkar lögsögu og hefur einnig gengið í miklu magni vestur í lögsögu Grænlendinga.  Að draga úr kvótanum á sama tíma og ganga makríls eykst veikir þau rök sem við höfum haldið á lofti að makríllinn sé afræningi okkar helstu nytjastofna og grisjun sé því nauðsynleg til að koma í veg fyrir ójafnvægi í lífríkinu innan okkar efnahagslögsögu.  En undirlægjuháttur Steingríms er svo sem þekktur af öðrum vettvangi og þarf því ekkert að koma á óvart.  Skemmst að minnast að hann gekkst undir einhliða ákvörðun Norðmanna að draga úr veiði íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum um 30 Þúsund tonn á þessu ári.  Þannig að með þessum 2 ákvörðunum þá hefur Steingrímur minnkað þjóðartekjur okkar um 10 milljarða í það minnsta. Og það örlar ekki á tilraun hjá þessu fólki til að auka bolfiskkvótann heldur. Allt er þetta á eina bókina lært.  Algert andvaraleysi á nauðsyn þess að auka okkar útflutningstekjur.  Hvaðan heldur þetta fólk, Jóhanna og Steingrímur að gjaldeyristekjurnar komi?  Frá AGS?
mbl.is Makrílkvótinn 15% minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Alltaf verður Gröf Steingríms J Dýpri.........

Vilhjálmur Stefánsson, 3.2.2013 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband