ESB Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki bindandi

Þetta er nú meira landráðapakkið í þessari Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Stjórnlagaráð vildi bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framsal ríkisvalds.

 

111. gr.

Framsal ríkisvalds.

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Samþykki Alþingi fullgild-ingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæða-greiðslu er bindandi.

En þessari grein er búið að breyta í óskiljanlega þvælu og fella niður fyrirvarann um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

113. gr.

Framsal ríkisvalds.

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga í þágu friðar, efnahagssamvinnu eða réttarvörslu sem fela í sér framsal tiltekinna þátta ríkisvalds sem íslensk stjórnvöld fara með samkvæmt stjórnarskrá þessari til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að eða ef um er að ræða alþjóðasamvinnu sem Ísland tekur átt í. Þó er óheimilt að framselja ríkisvald til að breyta stjórnarskránni eða mörkum íslensks yfirráðasvæðis eða til takmörkunar á mannréttindum umfram heimildir í stjórnarskrá. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Dómstólar geta ávallt endurmetið efni, umfang og lögmæti framsals í ljósi meðferðar alþjóðastofnunar á framseldum valdheimildum á hverjum tíma.Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Lög sem heimila framsal ríkisvalds þurfa samþykki 3'5 hluta atkvæða á Alþingi. Náist ekki sá meiri hluti atkvæða en þó einfaldur meiri hluti skulu lögin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.Við gerð þjóðréttarsamninga um aðild Íslands aðalþjóðastofnunum sem fara með yfirþjóðlegt vald og falla undir 1.–3. mgr. skulu heimildarlög borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Eru menn ennþá á því að Alþingi eigi að samþykkja þessa gjörbreyttu útgáfu af Stjórnarskrárfrumvarpinu?  Var ekki spurt hvort við vildum að frumvarp Stjórnlagaráðs yrði notað til grundvallar?  Það er ekki gert í þessu hörmungar skjali meirihluta Valgerðar Bjarnadóttur og Álfheiðar Ingadóttur.  Kannski var aldrei meiningin að koma á lýðræðisumbótum.  

Ég lýsi vantrausti á þennan meirihluta sem sendir þetta svona frá sér.  SKAMMIST YKKAR!

Hér er samanburðarskjalið fyrir áhugasama.  Ég áskil mér engan rétt.  Það mega allir nota þetta skjal eins og þeir vilja.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, kannski var aldrei meiningin að koma á lýðræðisumbótum. Finnst þér ekki skrítið að æða í lýðræðisleiðangur án þess að spyrja þjóðina fyrst? Gleymdist þjóðin eða? Þegar lýðræðispostularnir segja VIÐ þá eiga þeir augljóslega ekki við þjóðina.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 11:41

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Misstir þú af umræðunni Elín.  Það var víðtæk sátt um að fara í þennan leiðangur.  Meira að segja Sjálfstæðismenn voru með í þessu í byrjun.  Enda þarf að gera breytingar á stjórnarskránni.  Menn eru bara ekki sáttir við hverjir komu að því verki eða hvernig álit Hæstaréttar var sniðgengið.  Ef Stjórnlagaþings kosningin hefði verið endurtekin þá værum við ekki enn að þrasa um formið.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.3.2013 kl. 18:15

3 identicon

Ég hef í rauninni séð meira af þessu leikriti en ég kæri mig um Jóhannes. Missir er ekki rétta orðið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband