Frosti og peningakerfin

Frosti Sigurjónsson heldur áfram að velta peningaprentun fyrir sér í nýjasta pistli sínum hér

Mér finnst þessar pælingar áhugaverðar og löngu tímabærar en það er innbyggð andstaða við allar breytingar á Íslandi og talsmenn róttækra skoðana eiga lítinn samhljóm meðal almennings. Frosti og félagar beina aðallega spjótum sínum að einkabönkunum í þessu sambandi en hvað með Kauphöllina?  og hvað með verðtrygginguna spyr ég.  Kauphallarviðskipti búa til verðmæti í peningum sem engin eða lítil innistæða er fyrir í hagkerfinu.  Sérstaklega er starfsemi kauphallar hættuleg í vanþróuðu hagkerfi eins og okkar þar sem gjaldeyrishöft eru við lýði og lögþvingaður lífeyrissparnaður veldur óeðlilegri þenslu í hagkerfinu.

Það hlýtur að vera aðal áhyggjuefni þeirra sem bera hér ábyrgð á efnahagsmálum að koma böndum á lífeyrissjóðina og afnema verðtrygginguna áður en við missum tökin á verðbólgunni.  Peningaframleiðslan í bönkunum er ekki aðal vandamálið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband