Keppni í gáfum

Útsvarið í sjónvarpinu var vel heppnuð fjölskylduskemmtun á meðan Ólafur B. Guðnason sá um að semja spurningarnar. En þetta nýja snið og nýji dómarinn hefur breytt þessum þætti í harðsvíraða keppni í gáfum þar sem dómarinn keppir við alla hina, bæði liðin og stjórnendur þáttarins, í gáfum og fer alltaf með sigur. Þetta er ömurleg  breyting og full ástæða fyrir RÚV að skipta þessu spurningaljóni út.  Útsvar á ekki að vera keppni í gáfum og þáttakendur eiga ekki að þurfa að standa á gati fyrir framan alþjóð vegna kvikindisskapar dómarans.  Stefán Pálsson er búinn að vera of lengi í þessu hlutverki.  Hann er farinn að keppa við sjálfan sig og keppendur útsvars hafa ekki séns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tek undir með þér Jóhannes. Þessi þáttur er orðinn frekar leiðinlegur, því miður.

Stjórnendurnir eru ágætir og keppendur einnig, en spurningarnar eru orðnar þannig að ekkert gaman er lengur að fylgjast með þessum þætti.

Gunnar Heiðarsson, 9.11.2013 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband