Grafið undan feðraveldinu

Feðraorlof er ein lymskufyllsta atlaga að feðraveldinu sem gerð hefur verið á þessari öld.  Að borga fullfrískum körlum stórfé fyrir að hanga heima hefur ekkert með velferð hvítvoðunga að gera eða tengsl feðra við börnin sín.  Þarna er eingöngu verið að ráðast að hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna með það að markmiði að veikja stöðu karla.  Þessi kynjabarátta sem háð er undir merkjum feminisma er mannfjandsamleg.  Öll aðstoð hins opinbera til að "rétta" hlut kvenna hefur bitnað á fjölskylduforminu. Þetta svokallaða frelsi kvenna hefur ekki leitt neitt gott af sér. Enda stórt skarð ófyllt þegar konur afneituðu móðurhlutverkinu og kröfðust jafnréttis á vinnumarkaði. Feðraorlof bætir aldrei sektarkennd kvenna. Ekki frekar en skaðabætur til þolenda ofbeldis  og óréttlætis.

Við erum löngu komin útaf sporinu með þetta þjóðfélag okkar.  Það er svo margt að. Hvernig væri að huga að undirstöðunum sem eru fjölskyldan.  Hættum að ráðskast með þessar undirstöður.  Hættum þessari eftirsókn eftir vindi. Hættum þessum millifærslum á skattfé.  Finnum aftur jafnvægið í tilverunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki verið að grafa undan barnafjölskyldum með því að láta þær borga fyrir barnagæslu en neita þeim um heimgreiðslur? Alger snilld að láta karla og konur rífast innbyrðis um þennan barnaskatt. Skilar akkúrat engu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2014 kl. 15:24

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það get ég ekki séð Elín.  það sem grefur undan fjölskyldunni er láglaunastefnan sem rekin er hér með niðurgreiðslum ríkisins.  Við erum svo heimsk að við sættum okkur við svindlið og okrið svo framarlega sem pólitíkusar rétta okkur mútur í formi niðurgreiðslna.  Við niðurgreiðum verðtryggingu og vaxtaokur til banka í formi vaxtabóta, við niðurgreiðum húsaleiguokur í formi húsaleigubóta og við niðurgreiðum lág laun í formi allskonar barnabóta og félagslegra aðgerða.

Ef ríkið tæki ekki svona mikið til sín þá þyrftum við ekki á öllum þessum niðurgreiðslum að halda.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.1.2014 kl. 15:54

3 Smámynd: Baldinn

Þú átt mína aðdáun fyrir að þora að skrifa þetta.

Baldinn, 16.1.2014 kl. 16:09

4 identicon

You ain´t seen nothing yet eins og karlinn sagði. Ætli það verði hlutskipti hippakynslóðarinnar að liggja hlandbrunnin í gámum einhvers staðar í Austur-Evrópu. Spúluð af og til - ef hún er heppin?

http://www.ruv.is/frett/aldradir-thjodverjar-sendir-til-utlanda

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2014 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband