Það sem lekamálið hefur kennt okkur

Það sem við eigum að læra af lekamálinu öll sem eitt, er að gera alltaf ráð fyrir að pólitíkusar og embættismenn taki alltaf eigin hagsmuni fram yfir almannahagsmuni.  Lekamálið vatt upp á sig vegna þess að þeir sem málið varðaði brugðust við spurningum fjölmiðlafólks með lygum.

Og köngulóin í lygavefnum var auðvitað ráðherrann sjálfur. Ráðherrann, sem nú hefur hrökklast úr embætti til að þurfa ekki að svara fyrir raunverulega aðkomu sína að myrkraverkum aðstoðarmannanna. Eða trúir einhver því virkilega ennþá að ráðherrann hafi ekki verið upplýst um lekann?  Því ef hún var saklaus, þá hefði hún einfaldlega strax upplýst málið og beðist afsökunar.  En það gerði hún ekki af því hún var flækt í lögbrotið sem aðstoðarmaðurinn framdi. Og þess vegna reyndi hún á öllum stigum að flækjast fyrir rannsókninni með beinum afskiptum af störfum undirmanna sinna.

Og við skulum hafa hugfast að tölvan hennar var aldrei rannsökuð og varla hafa menn þorað að skoða símtölin hennar. Ég gef mér það.

Eini aðilinn sem kemur frá þessum skandal með óflekkað mannorð virðist vera Stefán Eiríksson. Hann var sá eini sem þorði að standa gegn offorsi ráðherrans en það var heldur ekki án afleiðinga fyrir hann. Ráðuneytisstjórinn og lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðu ekki sama siðferðisþrek og Stefán og í því ljósi verðum við að skoða hvort þeim sé stætt í störfum.  Ég segi hiklaust að þær tvær verði að leita sér að öðrum störfum.

Því lærdómurinn af lekamálinu er sá einn að stjórnsýslan er ónýt. Þetta skilur Tryggvi Gunnarsson manna best. Því Umbi er sennilega sá Íslendingur, sem hefur öðlast yfirgripsmesta þekkingu á okkar rotna kerfi. En geta hans til úrbóta er engin þegar fólk eins og Hanna Birna, Sigmundur og Bjarni Benediktsson grafa undan störfum hans bæði beint og óbeint með hjálp niðurrifsafla og leigupenna.

Valdastétt fjórflokksins vill engu breyta. Hún mun halda lygunum áfram vegna þess að hollusta hennar er ekki við þjóðina.  Hollustan er fyrst og fremst við flokkinn.

Lygin er orðin svo stór þáttur í embættisfærslu stjórnvalda að þeir virka eins og einfeldningar ef þeim verður á að segja satt.  Gott dæmi var Jón Gnarr.

 

 


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það eina sem þetta tiltekna lekamál hefur kennt okkur er að það svarar ekki lengur kostnaði að leka.

Stjórnsýslan hefur sér það til vorkunnar að hún getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér því hún er bundin þagnarskyldu hvenær sem árekstar verða við persónulega hagsmuni. 

Þannig lagað séð má það vera rétt hjá þér að stjórnsýslan sé ónýt.

Kolbrún Hilmars, 22.11.2014 kl. 17:45

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Spillingarpólitík í áratugi með tilheyrandi nepotisma á mesta sök á spilltu, rotnu og lygnu stjórnkerfi. En þú verður að gera greinarmun á leka sem á fullt erindi við almenning og hins vegar leka sem varðar persónurétt einstaklinga og á ekki erindi við almenning. Þessi leki úr innanríkisráðuneytinu er af síðari tegundinni.  Ef menn skilja ekki muninn á þessu tvennu þá eru menn ekki færir um að taka þátt í pólitískri umræðu. Ef menn þekkja muninn en kjósa samt að gera engan greinarmun, þá eiga menn bara virkilega bágt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.11.2014 kl. 18:19

3 identicon

Hárrétt og mjög vel orðað. Vona að sem flestir lesi þennan pistil.

Einnig má skoða þátt vinanna Davíðs Oddssonar og Jóns Steinars í þessum glæp. Trúir einhver því að Davíð, ritstjóri Moggans, hafi ekki alltaf vitað hver lak og falsaði skjalið? Og að hinn stubburinn hafi ekki einnig búið yfir þessari vitneskju? Vinur Davíðs, sem var fenginn til að aðstoða Hönnu Birnu við að ljúga og afvegaleiða umræðuna. Tveir "honorable men", en í raun spilltir sjallar sem hafa alltaf verið á ríkisspenanum og sjúga enn. 

Allt bendir til þess að strax frá byrjun hafi FLokkurinn tekið þá ákvörðun að þræta fyrir lekann, gefið út skipun um það, því reiknað var með því að málið mundi ekki upplýsast. En sú var ekki raunin og því varð Brynjar ræfillinn að verða sér til skammar.

Það sárlega vantar "intellectuels" í raðir stjórnmálamanna á klakanum í dag og það á ekki aðeins við um Framsóknarflokkinn, sem er að vísu áberandi "void of" skarpgreindu fólki, heldur fjórflokkinn allan. Einnig virðast vinnubrögðin í stjórnsýsluni, í þessu risa-apparati, vera handahófskennd og oft á tíðum hreint fúsk. Embættismenn virðast fá litla þjálfun, líta jafnvel á reglur og aga sem einhvern óþarfa.

Annars var Egill Helga með góða athugasemd nýlega: "Annars er smá lærdómur þarna fyrir ráðherra, nokkuð praktískur: Ekki ráða töskubera og stólaraðara úr flokknum sem aðstoðarmenn. Ekki jámenn, skotgrafafólk, ekki heldur skoðanasystkin, heldur fólk sem getur lagt eitthvað gott af mörkum, fólk sem getur bætt ráðuneytið og hjálpað ráðherranum að komast lengra og hærra." Þá vakti Egill einnig réttilega athygli á "hubris" ráðherra og alþingismanna í dag.

Forsætisráðherrann, Kögunar strákurinn, er að vísu í sérklassa; hrokafullur og hæfileikasnauður krakki, enda með nær enga menntun, enda lélegur námsmaður. Embættið hefur vaxið honum til höfuðs og gert hann að manni sem á bágt, þyrfti á aðstoð að halda. Það boðar ekki gott þegar barnagullið er peningar. Sumir segja að hann minni á Davíð Oddsson, mér finnst hann líkjast meir Geir Haarde.

En "þú berð sjálfur ábyrgð" eins og Jónas orðaði það í dag, þú lést þessa aula hafa þitt atkvæði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband