Misnotuð góðsemi

Án þess að gera lítið úr starfi björgunarsveita í gegnum tíðina þá hljótum við að þurfa að endurskoða þetta hlutverk sveitanna. Þær eiga ekki að vera okkar þjóðvarðliðar til að spara ríkinu fé. Þær eiga ekki að sinna útköllum til að hemja lausa muni og ekki sinna löggæslu við stórbruna. En ef á þarf að halda sérhæfðri aðstoð eins og snjóflóðaleit, rústabjörgun eða hamfarabjörgun á sjó eða landi þá er gott að eiga þessar björgunarsveitir tiltækar........óþreyttar.

Lausir munir stoppa alltaf einhvers staðar. Sjaldgæft er að það verði mikið tjón af slíkum hlutum. Og fyrst alltaf er hægt að stóla á aðra þá verður ekki viðhorfsbreyting hjá slóðunum. Látum fljúgandi trampólín drepa mann og ákærum eiganda þess fyrir morð. það er það eina sem dugar.


mbl.is Mannslíf minna virði en húshlutar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já eða láta björgunarsveitir leita strokufanga, ég held að þar hafi brjálæðið verið toppað. Vonandi verður björgunarstarf trimmað niður í það sem eðlilegt getur talist sem fyrst. En svo auðvitað gæti flugeldasala minnkað og þá er hætta á að allt fari í gamla farið...

jón (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband