Vigdís hefur sannað sig

Vigdís Hauksdóttir er stjórnmálamaður sem vaxið hefur af verkum sínum öfugt við marga prófessora og "fræðimenn".  Hún kom inní stjórnmálin á umbrotatímum sem skýrir hvatvísi hennar eða öllu heldur hreinskilni og því höfum við ekki átt að venjast af atvinnupólitíkusum til þessa. Og það að hafa staðið af sér allar þessar ómaklegu árásir sem við höfum orðið vitni að sýnir bara að þarna fer heil manneskja með sannfæringu að vopni en ekki einhver fyllibytta eða geðhvarfasjúklingur í leit að athygli.

„Það eru sömu karl­arn­ir bún­ir að fara fyr­ir verka­lýðshreyf­ing­un­um í þrjá­tíu ár. Það eru þeir sem fara með kjara­samn­inga og þeir ákváðu hvað fer mikið í líf­eyr­is­sjóði og stjórna líf­eyr­is­sjóðunum. Þeir sitja í stjórn­um þeirra og það tek­ur sjö millj­arða á ári að reka þá. Hér eru þrjá­tíu og tveir líf­eyr­is­sjóðir í stað þess að hér sé einn líf­eyr­is­sjóður al­menna vinnu­markaðar­ins og einn fyr­ir hið op­in­bera. Af hverju er eng­inn að tala um þessa gömlu karla? At­vinnu­lífið hef­ur skipt út öllu sínu fólki en þarna sitja þeir enn. Þess­ir menn bjuggu til þetta launa­kerfi sem við búum við í dag. Nú er verið að semja um u.þ.b. 25% launa­hækk­un og það er eng­in hel­vít­is gleði með það.

Manneskja sem þorir að ráðast gegn kerfisköllunum á alla mína virðingu!


mbl.is Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband