Brýnt að losna við þessa borgarstjórn á einu bretti

Það er ekki eitt heldur allt sem kallar á breytt viðhorf borgarfulltrúa gagnvart ábyrgð og skyldum sem kjöri þeirra fylgir. Flokkarnir sem bjóða fram verða að fara að vinna saman sem heild eftir kosningar en ekki í þessum meiri og minnihlutablokkum eins og venjan er.  Hagsmunir borgaranna eru einfaldlega of miklir til að spila með í valdatafli fjórflokksins.

Dagur-B.-EggertssonSveitastjórnarpólitíkin hefur breytzt til hins verra og má þar helst um kenna persónulegum illindum frekar en málefnaágreiningi.  Á þessu er samt ein undantekning og það er sú forræðishyggja sem sauðargærupólitíkusar eru farnir að stunda í krafti lýðræðisgallans sem felst í meirihlutalýðræðinu eins og það er praktíserað.

hjálmar sveinssonEinn þessara sauðargærupólitíkusa er Hjálmar Sveinsson sem virðist njóta stuðnings fólks úr VG Pírötum og Bjartri Framtíð.  Ég minnist þess ekki að þetta fólk hafi viðrað það við kjósendur að hér í Reykjavík skyldi skipulagi kollvarpað, verktökum og bröskurum afhent skipulagsvald, þjónusta skert, lántaka aukin, eignir seldar til að standa undir gæluverkefnum og haldið áfram að sóa fé í umferðarþrengingar.  Svo ekki sé minnst á eyðsluna og sóunina innan yfirstjórnarinnar sjálfrar þar sem kjörnir fulltrúar stunda sjálftöku sem aldrei fyrr.

halldorKrafan hlýtur að vera einhvers konar sáttmáli þar sem kjörnum fulltrúum verður settur rammi til að starfa eftir og allt umfram það verður að bera undir borgarana í beinum rafrænum kosningum.  Þessi ákvörðun skipulags og umhverfisnefndar er rakið  dæmi um mál sem þarf að sækja umboð til að leiða til lykta.

soley_profill-180x180Þetta með stjórnlyndið og forræðishyggjuna speglar líka hrokann sem einkennir þetta lið. Þeir bjóða íbúunum að kjósa um verkefni sem kosta smáaura en eru svo sjálfir að makka með fé sem skiptir hundruðum milljóna í allskonar hluti sem ekki falla undir grunnþjónustuna sem fyrir vikið er fjársvelt.

kjartan_magnussonOg það skal tekið fram að þessi gagnrýni á við alla borgarfulltrúa og varamenn.  Hvað eru sjálfstæðismenn að gera með fólk sem brást trausti umbjóðenda sinna svo hrapallega í tíð fyrrum borgarstjórnarmeirihluta og sparka manni eins og Gísla Marteini sem var eini pólitíkusinn sem hafði erindi.  Bara að sjá og heyra í mönnum eins og Júlíusi Vífli og Kjartani Magnússyni er ein af ástæðum þess rofs sem er orðið milli kjósenda og fulltrúanna sem svikust aftan að okkur.  Þessara fyrirlitlegu sauðargærupólitíkusa.


mbl.is Fækka akreinum og leggja göngu- og hjólastíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband