Búvörusamningar eru fyrirtækjasamningar

Forsætisráðherra skilur ekki hvernig landbúnaður er rekinn á íslandi enda er hann einn af "Melaelítunni" sjálfur.  Það er ekki nóg að vera skráður með lögheimili á eyðibýli austur á Fljótsdal til að aðskilja sig frá upprunanum. Þegar forsætisráðherra stillir málum upp þannig, að þeir sem gera athugasemdir við nýgerðan búvörusamning séu sjálfkrafa á móti bændum þá ber það vott um algert skilningsleysi ráðherrans á því kerfi sem búið hefur verið til utanum íslenskan landbúnað og viðhaldið í gegnum þessa búvörusamninga.

En þetta er ekkert nýtt hjá hagsmunagæslumönnum bændamafíunnar á Alþingi. Bændamafían samanstendur nefnilega ekki aðeins af fáeinum stórbændum, heldur ekki síst fyrirtækjum sem vinna úr afurðunum, Kaupfélagi Skagfirðinga, SS, Kjarnafæði og Mjólkursamsölunni, ásamt með nokkrum stærstu kjúklinga og svínaframleiðendum landsins.  Þetta eru mennirnir sem ráða öllu þegar kemur að samningum við ríkið um allt sem við kemur íslenskum landbúnaði. Og yfirleitt fá þessir aðilar öllum sínum kröfum framgengt vegna þess að þeir eiga óeðlileg ítök í þjóðfélaginu í gegnum embættismenn í ráðuneytum, eigendavald í fjórflokknum og ónýta neytendapólitík á Íslandi.

Menn eins og Óttar Proppé verða fyrst að skilja skrímslið áður en þeir fara gegn því. Annars er bara málið frágengið


mbl.is Búvörusamningarnir sagðir glórulausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband