Peppfundur til að berja í bresti

Ef fólki væri virkilega annt um heilbrigðismál á Íslandi þá myndi það ekki grafa sér skotgrafir um vonda framkvæmd.  Því miður þá hafa málefni Landspítalans hingað til verið í herkví hagsmunaaðila sem hafa stjórnað umræðunni og ekki hleypt þeim að, sem hafa lýst efasemdum um að rétt sé að málum staðið.  Allt tal um að þessi framkvæmd sé byggð á bestu úttekt og yfirlegu hæfustu manna er ekki rétt.  Því úttektir á þessum framkvæmdum hafa alltaf lent inná borði sama fólksins og er búið að taka þessa röngu ákvörðun fyrir löngu síðan.  Einhverjir hafa velt vöngum og nefnt að það sé eins og að ákvörðunin um uppbyggingu LSH sjúkrahússins hafi tekið sig sjálf, slíkt sé flækjustigið í málinu orðið.  En er það ekki einmitt vegna þess að þetta eru ákvarðanir sem eru ættaðar innan úr borgarkerfinu, frá læknum spítalans og prófessorum við Háskóla Íslands sem byggja sína afstöðu á öðrum rökum en byggingarfræðilegum.

Það vill svo til að borgarskipulag og arkitektur og byggingarverkfræði er ekki hluti af læknanáminu í Háskólann og því eiga þessi samtök, "Spítalinn Okkar", frekar að taka þátt í umræðunni, sem nú fer fram, heldur en að halda svona ómerkilegan peppfund á kostnað skattgreiðenda.


mbl.is Fagna uppbyggingu við Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband