Ólafur Ragnar fær feldinn lánaðan

Þegar Ólafur tilkynnir um að hann dragi framboð sitt til baka þá verður það rétt ákvörðun og forðar Ólafi frá þeirri háðung að verða fyrsti sitjandi forseti sem nær ekki endurkjöri.  Einnig er rétt hjá Ólafi að eyðileggja ekki þann orðstýr sem hann hefur endurheimt í hugum þjóðarinnar einkum í sambandi við úrslit Icesafe deilunnar og sem talsmaður Íslands í utanríkismálum þegar Össur brázt.

Davíð hefur aftur á móti engum slíkum orðstýr að tapa. Hann eyðilagði hann sjálfur með því að skipa sjálfan sig sem Seðlabankastjóra á örlagatímum.  Um það þarf ekkert að fjölyrða nánar. Hvert mannsbarn þekkir þá sögu og þekkir hrædda, bitra, gamla manninn í Hádegismóum sem kennir Jóhönnu Sigurðardóttur um allar sínar raunir og þráir það eitt að öðlast uppreisn æru sem aldrei verður. Davíðs verður ekki mynnst sem mikilhæfs leiðtoga í sögubókum.  Hans verður mynnst sem rudda sem misnotaði völd sín að eigin geðþótta og sem þurfti að beita lagasetningu á, til að reka úr embætti seðlabankastjóra!

Ekki séns að þjóðin velji sér slíkan mann að forseta.


mbl.is Allt aðrar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú ert svo vitur Hr. Laxdal og æra þín svo mikil að Jóhanna sú sem rak seðlabanka stjórnina og réði norskan vin sinn í staðin til að brjóta stjórnarskránna, af því að hún hélt að hún æti þetta og mætti þetta  af því að hún skildi ekki málið frekar en þú og því fór sem fór.

Hrólfur Þ Hraundal, 8.5.2016 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband