Bjarni Ben í skjóli Umba

Öfugt við marga þá er ég þeirrar skoðunar að Bjarni Benediktsson sé ekki sá sterki foringi sem haldið er fram. Það er bara leiðtogakreppa í Sjálfstæðisflokknum sem stendur, og það skýrir þögn hins almenna félagsmanns. Ekki hjálpar að varaformaðurinn getur ekki beitt sér sem skyldi og því ekki um annan að ræða en Bjarna, þótt fallið hafi verulega á ættarsilfrið undir hans forystu.

Og þótt umboðsmaður Alþingis víkist undan að taka slaginn við klíkuna í Sjálfstæðisflokknum þá mega menn ekki túlka það sem "hvíttun" af hálfu umba.  Miklu líklegra er að við hann hafi verið talað og honum hótað ef hann dirfðist að hefja aðra "lekarannsókn" þar sem formaður flokksins mætti ekki við meiri ávirðingum í starfi.

Ef umbi þorir ekki gegn ráðuneytisklíkunni þá þarf Alþingi að huga að öðrum úrræðum til að koma böndum á embættismannaskrílinn sem öllu ræður bæði beint og óbeint. Við erum ekki búin að gleyma viðbrögðum ráðuneytisstjórans í fjármálaráðuneytinu við Vigdísarskýrslunni alræmdu. Sem svo aftur vekur upp spurningar um raunverulega ástæðu þess að Vigdís dró sig í hlé frá pólitík.

Ætlar Þorsteinn Víglundsson að láta kyrrt liggja? Það er ljóst að það þarf að fara fram innanhúshreinsun í Engeyjarráðuneytunum og það gerist ekki nema kjósendur axli sína pólitísku ábyrgð og hafni afskiptum auðróna af stjórn landsins. Er þá sama hver auðróninn er, Bjarni, Benedikt eða Sigmundur Davíð.


mbl.is Vill að Bjarni geri grein fyrir verkum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband