Hundapólitík Sjálfstæðismanna

Engu er líkara en stjórnarskráin sé eins og kjötbein í huga Sjálfstæðismanna.  Þeir hentu henni í Birgi Ármannsson og sögðu honum að passa að enginn kæmi nálægt henni. Þessu hefur hann sinnt af trúmennsku og mun örugglega hljóta umbun fyrir.  Þannig ganga hlutirnir fyrir sig í Valhöll en þetta kalla ég hundapólitík!

Þess vegna má með réttu kalla skýringar Birgis, hundalógik.  Að kalla það galið að koma til móts við kröfuna um lýðræðisumbætur.

Ef næstu kosningar ná að hverfast um þetta mikilvægasta baráttumál almennings þá hefur sjálfstæðisflokkurinn stimplað sig út í horn.  Vonandi átta menn sig á því að stjórnarskrármálið er ekki flokkspólitískt. Ekkert frekar en barnagirnd, þótt Sjálfstæðismenn vilji eigna sér bæði.


mbl.is „Galið“ að afgreiða málið í tímapressu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað er svona slæmt við nýju stjórnarskránna (þessa frá 1944 sem er núna í gildi)?

Þeir sem berjast fyrir því að henni verði hent í ruslið hafa aldrei útskýrt það.

Stjórnarskráin er ekki vandamálið heldur þeir sem stunda það að brjóta hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2017 kl. 16:18

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Í fyrsta lagi þá þarf að endurskrifa allan 2. kafla stjórnarskrárinnar og þær greinar sem fjalla á einhvern hátt um embættisskyldur forsetans. Í öðru lagi þarf að setja inn auðlindaákvæði. Í þriðja lagi væri gott að fá inn ákvæði um náttúruvernd. I fjórða lagi þarf að endurskrifa kaflann um kjördæmaskipan og taka upp persónukjör. Í fimmta lagi þarf að setja inn ákvæði um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, undirskriftasafnanir og rafrænar kosningar. Og í sjötta lagi þarf að tryggja að minnihluti á Alþingi geti ekki komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni í framtíðinni.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.9.2017 kl. 21:25

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef þú smellir á færsluflokkinn um stjórnarskrármálið geturðu lesið hvað ég hafði um málið að segja á sínum tíma.  Þótt ég persónulega hefði ekki samþykkt allt sem stjórnlagaráð skrifaði uppá, þá finnst mér ferlið svo merkilegt að við ættum öll að geta samþykkt þeirra endurskoðuðu stjórnarskrá en jafnframt hafið vinnu við frekari lagfæringar. Því að stjórnarskráin á að vera lifandi plagg en ekki klöppuð í stein.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.9.2017 kl. 21:33

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott og vel. Sumt af þessu sem þú nefnir eru atriði sem má vissulega skerpa á og skýra betur, svo sem ákvæðin um forseta, kjördæmaskipan. Svo ertu þarna líka með þinn persónulega óskalista um atriði sem þú myndir vilja bæta við og það er allt í lagi að hafa skoðun á því. Ég bendi þó á að það er tiltölulega auðvelt að bæta flestum þeirra við núgildandi stjórnarskrá ef vilji er til þess. Persónulega fyndist mér eðlilegast að taka þróun stjórnarskrárinnar fyrir í áföngum, skipta niður í heildstæða bálka sem væru viðráðanlegir í meðförum, til dæmis gætu úrræðin um aukna aðkomu almennings að ákvarðanatöku vel átt heima í einum slíkum heildstæðum bálki. Að þeirri viðbót lokinni væri svo hægt að ráðast í næsta bálk og svo þann næsta koll af kolli.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2017 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband