Eyðileggjandi uppbygging!

30Ég sakna þess að heyra engan sitjandi Alþingismann tjá sig um þetta tilræði HS Orku gegn ósnortinni náttúru rétt sunnan núverandi marka friðlandsins á Hornströndum. Málið er einfaldlega of stórt til að leggja það alfarið á herðar 5 einstaklinga í hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum.

Það er borðleggjandi að stækka nú þegar friðlandið á Hornströndum svo það nái yfir allt svæðið allt suður til Ingólfsfjarðar að austanverðu og þaðan í beina línu yfir að Nauteyri í Djúpinu. Þessi aðgerð mundi duga til að bjarga svæðinu frá þeirri eyðileggjandi uppbyggingu sem þar er áformuð. Þetta er ekki aðeins mál eins eða tveggja landeigenda sem seldu frá sér vatnsréttindi.  Þetta er mál okkar Íslendinga allra. Byggðin í Árneshreppi þyrfti ekkert að breytast en allt eignarland innan svæðisins yrði tekið eignarnámi af ríkinu við fullnustu svona áforma.  Er eftir einhverju að bíða? Alþingismenn eru á launum og eiga að vera að vinna fyrir þjóðina en ekki sjálfa sig og flokkana. Hunskist nú til að mæta í vinnuna og færið Hvalárvirkjun úr nýtingarflokki ekki seinna en strax! Enda eru þau áform sem nú eru uppi ekki sambærileg við þann virkjunarkost sem áður var uppi á borðinu þegar litla virkjunin var sett í umhverfismat og þar með nýtingarflokk.


mbl.is „Engin glóra“ í Hvalárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband