Hjólastígakerfið löngu sprungið

Nú er það að renna upp fyrir mönnum að vandamálin sem fylgja aukinni notkun reiðhjóla er síst minni en vandamál bifreiðanotkunar.(að frátöldum útblæstrinum) Í dag duga ekki lengur sameiginlegir stígar gangandi, hjólandi og keyrandi vegfarenda. Nú þarf þetta allt að vera aðskilið og helst tvöfalt til að ekki hljótist slys af.  En hafa Reykvíkingar efni á þeim úrbótum sem þarf að gera vegna fjölgunar hjólreiðarmanna á löngu sprungnu hjálreiðastígakerfi borgarinnar?  Það er umræða sem þeir ættu að taka núna í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. Mitt svar er einfalt. Það gengur ekki lengur að hjóladólgar fái að hjóla um á sameiginlegum hjólastígum borgarinnar. Það á skilyrðislaust að beina þeim út á göturnar þar sem hraði þeirra ógnar ekki saklausu fólki sem notar núverandi göngu og hjólreiðastíga sér til hreyfings og heilsubótar. Hjóladólgur sem þeysist um á 40 kílómetra hraða eða meira þarf sér hjólarein! Ætla Reykvíkingar að fjármagna fjórbreiða tvöfalda hjólreiðastíga fyrir þessa brjálæðinga?  Og hvað með allt landið sem þarf í framtíðinni undir alla þessa stíga?


mbl.is Nýr hjólastígur um Elliðaárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband