Ljóst hver lýgur í þessu máli

Í grein­ar­gerðinni seg­ist Þor­steinn hafa ít­rekað þá skoðun sína, á síðasta fundi nefnd­ar­inn­ar, að mik­il­væg for­senda fyr­ir áfram­hald­andi leit að lausn væri samstaða um að gjald­taka skyldi miðast við tíma­bund­in af­not auðlind­ar­inn­ar.

„All­ir flokk­ar nema Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn“

„Á það gátu all­ir flokk­ar fall­ist nema Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sem ekki var til­bú­inn til þess að svo komnu máli,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann telji gjald fyr­ir tíma­bund­inn af­nota­rétt for­sendu fyr­ir því að ná megi tveim­ur afar mik­il­væg­um mark­miðum í lög­gjöf um þessu efni.

„Ann­ars veg­ar að laga­regl­urn­ar end­ur­spegli með al­veg ótví­ræðum hætti sam­eign þjóðar­inn­ar. Hins veg­ar að þær megi stuðla að sem mestri þjóðhags­legri hag­kvæmni veiðanna.

Ég hef áður lýst áliti mín á þessum vikapilti stórútgerðarinnar, Teiti Birni og vil helst ekki eyða meira púðri á hann.  En bendi á það sem Þorsteinn segir, að hann hafi lýst þessum skoðunum sínum á síðasta fundi nefndarinnar og engin ástæða til að efast um þau orð.  Samt lýgur Teitur því blákalt að Þorsteinn hafi aldrei sagt eða lýst þessari skoðun.  Kannski að Teitur Björn ætti að rifja upp það sem hann sagði í viðtalinu við RUV um þetta mál.  

„Ég taldi að nefndin væri ekki komin á þann stað í sinni vinnu að geta lagt jafn viðamikið og flókið úrlausnarefni til grundvallar áframhaldandi vinnu án þess að fjalla um það efnislega eða rökstyðja með einhverjum hætti. Og kalla eftir því að til viðbótar við þá sérfræðinga sem störfuðu með nefndinni á sviði hagfræði, myndum við fá umfjöllun fræðimann á sviði stjórnskipunarréttar til þess að kafa ofan í þennan þátt málsins"

Þetta sagði hann þá en í samtali við mbl.is segir hann allt annað. Vita þessir guttar ekki lengur hverju þeir ljúga til að þóknast húsbændum sínum.  Og skoðum þetta betur. "Jafn viðamikið og flókið úrlausnarefni"  Tímabundinn afnotaréttur af sameiginlegri auðlind okkar allra er flókið og viðamikið úrlausnarefni fyrir Teit Björn.

Þegar menn eru bara að þvælast fyrir þá er sjálfsagt að eyða ekki tíma og orku annarra í tilgangslausa fundi. Teitur Björn þarf að draga sig út úr pólitík.  Hann er ekki hæfur til að gegna þingstörfum. Um hitt viðrinið þarf ekkert að orðlengja. Hann var á þingi til að passa upp á hagsmuni stórútgerðarinnar. Til hvers í ósköpunum var hann sendur inn í nefndina af Framsókn? Til að tryggja að engin sátt næðist eða til að tryggja útgerðinni 30 ára nýtingarrétt?

En sem betur fer sprakk stjórnin og nú verður ekki lengur reynt að ná sáttum við þessa menn.  Alþingi setur bara lög sem skyldar þetta lið til að greiða markaðsgjald fyrir afnotarétt til miklu skemmri tíma en átti að hafa í Þorsteinsnefndinni. Frekju á að mæta með staðfestu. Ekki með undanlátssemi.


mbl.is „Forkastanleg vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband