Biskup gerist heilagur

biskupBiskup blandar sér nú í kosningabaráttuna og tekur sér stöðu með minni máttar.Það er í kristilegum anda og ekki gagnrýni ég að kirkjan blandi sér í og taki afstöðu til deilumála samtímans.  En að gera það á grundvelli siðferðismælikvarða er býsna bratt hjá frú Agnesi.

Við sem höfum fyrir löngu sagt skilið við þjóðkirkjuna gerðum það flest vegna siðferðisbrests þáverandi biskups og óviðunandi úrbóta af hálfu yfirstjórnar kirkjunnar. Þessi biskup er líka breyskur þó á anna hátt sé og ekki er lát á ófriði innan prestastéttarinnar. Og á meðan kirkjan liggur hundflöt fyrir valdinu og lætur jarðýtur faríseanna skarka í heilagri grafarró forfeðranna þá ferst ekki biskupi að setja sig á háan hest varðandi uppljóstranir um spillingarmál æðstu embættismanna. Uppljóstranir sem ekki byggjast á skorti á góðu siðferði heldur þvert á móti eru knúnar fram í krafti sannleikans. Er virkilega sannleikurinn orðinn teygjanlegt hugtak í huga biskups eða er hún að launa ofeldið? Við vitum hvaðan peningarnir koma sem biskup spreðar út. Á meðan fólk deyr vegna fátæktar þá fær biskup úthlutað auknu fé á fjárlögum.  Allt í boði Sjálfstæðisflokksins. Er það skýringin á því að biskup stígur nú fram og sakar fjölmiðla um skort á góðu siðferði. Fráskilda frúin að vestan.


mbl.is Stuldur á gögnum ekki réttlætanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband