Forystan treystir á hjarðhegðunina

Ég hef enga trú á að þessi svokallaði stjórnarsáttmáli verði felldur af stofnunum flokkanna í kvöld. Valdið er lóðrétt og það sem forystan vill það er undantekningarlaust samþykkt. En þó mun skipta máli hvernig atkvæðagreiðslu verður háttað. Ef upp koma óskir um leynilegar atkvæðagreiðslur megum við eiga von á allt öðru vísi úrslitum heldur en ef atkvæðagreiðsla er með hefðbundinni handauppréttingu. Á það mun þó ekki reyna.  Öll andstaða mun verða talin veikja stöðu viðkomandi flokks í komandi samstarfi,þess vegna mun hjarðeðlið ráða.  Líka hjá þeim sem innst inni eru andvígir þessu samstarfi óháð málefnasamningi.

En vanhelga bandalagið mun ekki eiga náðuga daga fyrir höndum.  Það mun þurfa að berjast fyrir öllum málum af heilindum og drengskap,sem óvíst er að prýða muni þá einstaklinga,sem veljast til ráðherrasetu. Það mun til að mynda lítill friður verða um Sigríði Andersen í Innanríkisráðuneytinu eða Jón Gunnarsson í Samgönguráðuneytinu. Og ef Bjarni ætlar sjálfum sér fjármálaráðuneytið mun Kata þurfa að anda ofan í hálsmálið á honum öllum stundum.

Þannig að samþykkt málefnasamnings tryggir ekki lífvænleika þessa samstarfs. Skipan ráðherrasæta mun hafa úrslitaþýðingu og um þær hrókeringar hafa flokksstofnanir ekkert að segja.

En svo er það ástandið innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni er ekki óumdeildur. Þaðan af síður þessi starfandi varaformaður. Ef Sjálfstæðismenn hreinsa ekki til í forystunni á næsta landsfundi þá er þetta stjórnarsamstarf ekki á vetur setjandi. Hvað verður þá um pólitíska framtíð Katrínar Jakobsdóttur. Hún er ekki bara að leggja pólitískan trúverðugleika flokksins undir í þessu samstarfi.  Hún er að leggja sína eigin stöðu undir.

Er til eitthvað plan B?


mbl.is Hverjir þurfa að samþykkja?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband