Frá vonbrigðum til væntinga

Hvað svo sem mönnum finnst um stjórnarsáttmálann og ráðherrana, þá verður því ekki mótmælt, að Katrín og stuðningsfólk hennar hefur byggt upp miklar væntingar í kringum þessa ríkisstjórn. Væntingar sem hinir stjórnarflokkarnir eru ekki bundnir af og gætu jafnvel látið reyna á. Þar er ég sérstaklega að vísa til launþegasamtakanna og kjarasamninganna og svo náttúrulega umhverfisverndarsinnanna sem örugglega taka skipan Guðmundar Inga í embætti umhverfisráðherra, sem fyrirheit um að allar áherslur VG komi til framkvæmda á þessu kjörtímabili.

En svona er pólitíkin ekki. Íslenskri pólitíki má líkja við hamfarapólitík. Það er alltaf verið að bregðast við ástandi sem þegar er orðið. Þessi stjórnarsáttmáli boðar engar breytingar á flokkapólitíkinni. Þau spá bara góðri tíð til lands og sjávar og vita sem er að flýtur meðan ekki sekkur. Verkalýð og launamönnum verður mætt með krepptum hnefa annars verður ekki hægt að afnema hér verðtrygginguna! Og umhverfisverndin mun eingöngu snúast um kolefnisjöfnun en ekki friðun náttúrunnar. Hvalárvirkjun mun ekki verða stöðvuð og ekki heldur jarðvarmavirkjanirnar á Reykjanesi. Svo verður laumað inn eins og einu Álveri fyrir Þórólf á Sauðárkróki!

Þannig munu væntingarnar fljótt hjaðna og fólk mun byrja að röfla um svik en hvað getur fólk gert? Það er sama hvað kosið er, fjórflokkurinn finnur alltaf leið til að svíkja kjósendur.


mbl.is Katrín hafði samband í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband