Óreyndur ráðherra á jarðsprengjusvæði

Ekki er annað hægt en bera virðingu fyrir nýja umhverfisráðherranum. Hann er óhræddur við að láta til sín taka á meðan aðrir ráðherrar eru enn að stilla stólana.

Guðmundur Ingi sagði í viðtali á Rás 2 í morgun:

Skynsamlegt er að bera saman kosti þess að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi og að stofna þar þjóðgarð. Þetta tvennt fer ekki sérlega vel saman. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar. Næstu skref varðandi þá virkjun eru því á borði sveitarstjórnar í Árneshreppi og hjá Orkustofnun. Á þessum tímapunkti er þetta heimamanna að skoða. Mér finnst að það ætti að bera þessa tvo möguleika kirfilega saman og hvað þeir þýða fyrir samfélagið í Árneshreppi. Hvort er líklegra til að skapa fleiri störf og meiri verðmæti til framtíðar?
 
Nú bíð ég spenntur eftir viðbrögðum heimamanna við þessari nálgun ráðherrans. Það gleymist nefnilega alltaf að náttúran sjálf er mesta verðmætið. Og ósnortin náttúra og mannlíf á Ströndum er ónýtt auðlind, þúsund sinnum arðbærari en þessi virkjun sem skapar lítil verðmæti fyrir heimamenn en mikinn kostnaðarauka fyrir almenning í landinu.
En það er ósanngjarnt að varpa allri ábyrgð á heimamenn. Ríkisstjórnin þarf að grípa inní og treysta innviðina. Virkjunarsinnar eiga ekki að geta haft áhrif á leyfiveitingu með gylliboðum um að ráðast í verkefni sem eiga að vera fjármögnuð af almannafé.
Vonum að heimamenn bjargi ráðherranum af sprengjusvæðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband