Dagur var plataður

Það er mín niðurstaða eftir ytri endurskoðun á braggamálinu svonefnda, að Dagur B. Eggertsson hafi verið blekktur til að heimila endurbyggingar á húsarústunum við Reykjavíkurveg 100. Þau gögn sem ég byggi aðallega á er minnisblað sem unnið var fyrir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar og lagt var fyrir Borgarráð 17.september siðastliðinn auk víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar og yfirlýsinga einstakra aðila varðandi þetta mál.

Af gögnum málsins má ráða að hugmyndasmiður verkefnisins sé Margrét Leifsdóttir arkitekt og starfsmaður hjá Arkibúllunni. Hún hafi svo fengið Ara Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík til að leggja verkefninu lið með vilyrði um að Háskólinn myndi engan kostnað bera af verkefninu en njóta umtalsverðs ávinnings í formi ókeypis afnota af nýuppgerðum húsakynnum í göngufæri við skólann á besta stað í Reykjavík! Þetta var upprunalega viðskiptamódelið.

 

Blekking númer 1.

En þau Margrét og Ari vissu sem var að fleira þyrfti til. Þá var gripið til blekkinga og reynt að fá Minjastofnun Íslands til liðs við verkefnið (sbr. bréf dags. 25.júlí 2015) Þótt Minjastofnun hafi bent á, að braggarústirnar féllu ekki undir lög um vernd menningarminja þá var hún samt óbeint orðin aðili að verkefninu eða vitorðsmaður sem vigt var í! 

Blekking númer 2.

Það er sennilega á þessum tímapunkti sem verkefnið er kynnt fyrir Degi borgarstjóra og hann blekktur til að gefa grænt ljós að undangenginni úttekt sem verkfræðistofan Efla vann og var í raun forsendan fyrir því að réttlætanlegt var talið að ráðast í verkefnið.

Blekking númer 3.

Þegar búið var að koma verkinu af stað og Margrét orðin umsjónarmaður og prókúruhafi þá er komið að Ara rektor. Hann fer þá til fundar við Dag borgarstjóra með tilbúinn húsaleigusamning til undirskriftar sem stórskaðar Reykjavíkurborg fjárhagslega en tryggir Háskólanum í Reykjavík stórkostlegan ávinning með því að mega framleigja nýuppgerða braggann til veitingareksturs fyrir tvöfalda þá upphæð sem Háskólinn er látinn borga fyrir allt húsnæðið. Reykjavíkurborg er meira að segja látin bera kostnað af öryggiskerfum Securitas fyrir á aðra milljón og kaupa einhver listaverk til skreytinga af Berlinord fyrir 956.619 krónur

Niðurstaða

Hvað sem líður digurbarkalegum ummælum forseta borgarráðs og fulltrúa Pírata í borgarstjórn, að ekki verði heimilaðar meiri fjárveitingar til verksins þá eru það marklaus orð. Húsaleigusamningurinn um hina leigðu eign bindur hendur borgarfulltrúa og ef Dagur B. stígur ekki fram og viðurkennir, að hann hafi verið blekktur,þá mun þetta mál sennilega leiða til falls núverandi meirihluta. Annað er óhugsandi. 

 

Heimildir: bréf 2 minnisblað skrifstofu eigna og atvinnuþróunar


mbl.is Dagur farinn í veikindaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eftir sem áður gleymdi Dagur að fara fram á útboð, sem fyrirsjánalega hefði þurft.  Það gleymist í röksemdafærzlunni - sem er reyndar margfalt betri hjá þér en nokkuð sem maður fær frá sjálfri borgarstjórninni.

Fyrsti reikningur sem ég hef heyrt af var nefnilega >80 milljónir.

Sem aftur bendir til að Dagur B hafi ekki verið blekktur.  Hann annaðhvort bara hugsaði ekkert um málið, eða tók þátt í því.  Og nú hefur hann falið sig.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2018 kl. 13:38

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Já útboð hefði örugglega breytt miklu Ásgrímur. En aðeins náð til efniskaupa og vinnu. Það eru ekki síður hinir kostnaðarliðirnir sem vekja grunsemdir um alvarlegt misferli. Margrét hafði þegar tryggt aðkomu sinnar stofu að verkinu. Arkibúllan fékk kr. 28.364.318,00 fyrir sinn snúð. Efla rukkaði kr. 26.887.763,00 og svo framvegis.  Þegar ég svo skoðaði fjármálastjórn Reykjavíkurborgar aðeins betur kemur dálítið athyglisvert í ljós. Borgin tekur nefnilega aðeins við rafrænum reikningum. Sem svo aftur útskýrir skort á fylgiskjölum og opnar möguleika fyrir útgáfu rangra reikninga. Allir sem hafa þurft að kaupa vinnu vita að nauðsynlegt er að fara vel yfir alla reikninga áður en þeir eru greiddir til að leiðrétta skekkjur sem virðast grunsamlega algengar hjá flestum iðnaðarmönnum. Ég persónulega hef orðið að leiðrétta 3 reikninga frá sama fyrirtækinu sem reyndi að smyrja á efniskaup og vinnu.Ég fékk niðurfellt hátt í 200 þúsund af útgefnum reikningum upp á 450.000 svo allir sjá að mikið er í húfi að eftirlit sé gott. Hjá Reykjavíkurborg eru rafrænir reikningar greiddir ef þeir hafa lögmæta tilvísun samanber reikninga Þ.Þorgrímssonar sem hafa tilvísun til Margrétar Leifsdóttur arkitekts.  Gaman væri að vita hvort téð Margrét skrifaði líka uppá reikninga Samúels smiðs fyrir 106 milljónum á þetta verk. Í hverju er ábyrgð eftirlitsaðila fólgin? Byggingarstjórar láta verkkaupa bera kostnað af tryggingum samanber reikninga Þórs Gunnarssonar. Er það eðlilegt? Hefði Þór ekki verið ráðinn þótt útboð hefði farið fram?  Þótt maður sjái stóru myndina þá mun innri endurskoðun Reykjavíkur eiga fullt í fangi með að sópa öllum smáatriðunum undir teppi miðlægrar stjórnsýslu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.10.2018 kl. 14:18

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta eru allt einhver vina-tengzl.  Það er alltaf þannig.  Arkibúllan er garanterað tengd einhverjum mikilvægum í borginni, þori að veðja kyppu af bjór.  Budvar, ekki einhverju sulli.

Allt hitt gæti verið orsakað af heimsku.  En þá spyr maður hverskonar imbi ræður heilan her af fábjánum?  Jújú, það er einn og einn með viti inn á milli, en þeir eru allir hrópaðir niður af öllum hinum ef þeir eru eitthvað að spyrja gagnrýninna spurninga.

Þetta mál sýnir okkur að kerfið er rotið alla leið í gegn.  Það þarf að reka alla sem vinna þarna, og ráða hæft fólk.

En aftur: ég þori að veðja að það gerist ekkert á næstu 5-10 árum.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2018 kl. 17:58

4 identicon

Arkíbúllan vísar allri ábyrgð á Reykjavíkurborg. Þetta er allt frekar aumt og þyrfti að fara í saumana á fleiru ss. Mathöllinni við Hlemm þar sem sömu aðilar hafa eflaust komist á bragðið - eftirlitslaust.  

Það væri líka forvitnilegt að skoða hver makar krókinn á þessum endalaust köldu og ljótu vír/steina-hljóðmönum frá Klambaratúni að Bústaðarvegi undir merkjum hjólreiðaáætlunar 2018. Áætlunin hljóðar uppá 270 milljónir - hvað skyldi reikningurinn hjóða uppá í Dag?  

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2018 kl. 20:47

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk bæði tvö fyrir ykkar innlegg. Það sem ég held að þurfi að gera er að opna hvert einasta verkbókhald.  Þannig að það sjáist hverjum er greitt og fyrir hvað.  Aðeins þannig  verður aðhald almennings virkjað. Það þýðir ekkert fyrir pírata eða neina aðra að slá um sig með slagorðum um gagnsæi nema birta allar útborganir í rauntíma.  Það er eina gagnsæið sem almenningi nýtist og sem veitir raunverulegt aðhald fyrir óheiðarlegt fólk.  Fyrsta og langmikilvægasta skylda stjórnmálamanna er að fara vel með almannafé. Þá abyrgð virðist meirihlutinn í Reykjavík ekki axla.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.10.2018 kl. 21:58

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eitt lykilatriði, sem Dagur og co hefðu átt að átta sig á þegar Arkibúllan vildi lokka þá til verksins fyrir útsöluverðið 86 milljónir, en það er að bygging eða endurbygging einhvers fyrir nemendaaðstöðu HR, er ekki á könnu borgarinnar að sjá um heldur ríkisvaldsins. 

Var Dagur plataður eða er hann svo illa áttaður á ábyrgðarsviði og verksviði borgarinnar að hann er hreinlega óhæfur stjórnandi sökum hreinnar fávisku?

Annars virðist þetta vera fjærplogsplott, sem á sér uppruna hjá arkibúllunni. Verefni sem engin kallaði á, hvað þá borgararnir. Þetta er akkúrat svona sem verktakamafían vinnur. Ef þörfin er ekki fyrir hendi og engar kröfur um einhverjar framkvæmdir, þá er þörfin bara búin til og presenteruð á vindla og koníaksfundum þar sem fávísir og auðtrúa ráðamenn borgarinnar eru vænaðir og dænaðir til að skrifa undir blankó tékka til verktakanna. Ekkert útboð náttúrlega.

Ég skal toppa Ásgrím og veðja tveim kyppum af Tuborg gull á að þetta er langt frá því eina né svæsnasta málið af þessum toga. Það þarf meira en innri endurskoðun sem skilar hvítbók um sína grunnábyrgð, til að komast að hve djúpt og alvarlegt þetta sukk er. Þar mætti alveg fylgja glæra með teikningun af tengslanetinu.

í mínum augum er þetta lögreglumál.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2018 kl. 03:31

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er annað og alvarlegra umhugsunarefni varðandi þetta mál og algera einfeldni og aulaskap dags, en það er að Háskóli Reykjavíkur er hlutafélag þar sem vafasamir fjárfestingarsjoðir hafa haldið utan um reksturinn.

Ekki Ohf heldur HR hf. Rétt eins og með einkarekna skóla og sjúkrastofnanir þá greiðir ríkið ákveðna upphæð með hverjum nemanda eða sjúklingi og stendur því undir megni rekstrarins á meðan eigendurnir hagnast. Þessu fylgir þó sú kvöð að ekki megi greiða arð útúr þessum fyrirtækjum, en auðvelt er að komast hjá því með kostnaði, súperlaunum og uppdiktuðum reikningum.

Hvorki ríki né borg eru hluthafar í þessu, en samt semur Dagur um endurreisn á braggahrói til að skaffa pöbb fyrir nemendur þessa hlutafelags. Hann ritaði brosandi undir þessa þá 160milljóna skuldbindingu fyrir hönd borgarinnar til. handa hlutafélagi, sem er ekki á nokkurn hátt tengt borginni. 160milljónirnar voru þó bara áætlun og verkið ekki boðið út. Hann var því að undirrita blankó tékk á fyrirtæki út í bæ til að byggja pöbb fyrir skjólstæðinga þess og nemendum kostuðum af ríkinu að hluta

Ef hann á ekki að víkja fyrir þetta brjálæðislega blönder, hvað þarf þá til?

Ef hann víkur, á málinu ekki að vera lokið heldur þarf víðtæka óháða rannsókn á þessari ormagryfju allri. 

Reikninginn fyrir þetta má svo senda beint á Háskóla Reykjavíkur hf.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2018 kl. 05:17

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eftir að Dagur fordæmdi sjálfan sig og vinnubrögð sín opinberlega og krafðist þess að hann rannsakaði sjálfan sig, hefur ekki heyrst í honum. Vegna einhverra ótrúlegra tilviljanna er hann í nú veikindafríi um óráðinn tíma.

Kid you not. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2018 kl. 10:27

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Góðan Daginn Jón,  Inntakið í því sem þú segir er að borgarfulltrúar hafa smátt og smátt tekið sér vald til að framkvæma á kostnað almennings alls konar gæluverkefni sem aldrei voru borin undir almenning í kosningum!  Þetta er alveg rétt og þetta þarf að stöðva hið snarasta. Borgarfulltrúar þurfa að starfa eftir þröngu umboði til að við sem borgum brúsann höfum einfaldlega efni á að hafa þá í vinnu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.10.2018 kl. 11:13

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Borgarapparatið hefur þanist svo út undir stjórn Samfylkingarinnar og fylgiflokka hennar að kjörnir fulltrúar hafa misst fókus á raunveruleg hlutverk sín. Braggamálið er nýjasta dæmið en því miður þá er auðvelt að finna mörg önnur og ekki skárri.  Allt þetta grasserar á meðan þjónustan er skert vegna þess að ekki er til peningur í buddunni.  Hvað með að forgangsraða nú verkefnum í samræmi við grunnhlutverk samneyslunnar.  Hætta að reka apparatið á lánum og hætta þessu helvítis neyslufylliríi á kostnað skattgreiðenda 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.10.2018 kl. 11:22

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er buddy samfélag og koniiaksklúbbur verktaka, verkfræðinga og arkitekta sem handsala gæluverkefni án lýðræðislegs ferlis. Þetta er svo þéttriðið nepotistanet að það þarf ekki einu sinni að bjöða verkin út lengur. 

Að handsala halfan milljarð í pöbb fyrir stúdenta sem eru ekki einu sinni á vegum borgarinnar er svo fullkomlega galið að maður skilur alls ekki hvernig þetta fór í gegnum allar þessar hendur og öryggisventla í stjornsýslunni athugasemdalaust. Það var meira að segja búið ap hringja viðvörunarbjöllum nokkrum sinnum en engin þorði né vildi fylgja því eftir í krónískri ábyrgðarfælni obinnberra starfsmanna. Enginn vill heldur koma vinnufélögunum í bobba. Hver verndar hvors annars rass og enginn er ábyrgur þegar upp er staðið.

Já, það eru örugglega verri dæmi sem mara þarna undir og það flýtur ekki upp nema að óháð rannsóknarnefnd tekur þetta til athugunnar. Innra eftirlit mun aldrei skila óhlutdrægri niðurstöðu og ekki líta breitt yfir sviðið. Aðeins þetta mál verður tekið fyrir. Málið er hinsvegar miklu stærra og sýnir alvarlegan kerfisgalla sem leyfir sjálftöku og nepótisma að sigla í gegnum allt kerfið hömlulaust.

Svo er allt félags þjónustusviðið fjársvelt og ekki til peningar til að sinna grunnhlutverkum og skyldum borgarinnar. Það eina sem menn voru kosnir útá. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2018 kl. 12:09

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjófnaður hér er ekki skilgreindur eftir því hverju er stolið, heldur hvernig því er stolið.

Sláturkeppur í krónunni þýðir jailtime í einhverjar vikur en hálfur milljarður í stjórnsýslunni ekki einu sinni slap on the wrist.

Minnir á teiknibrandara sem ég sá. Augnlæknir og sjúklingur standa uppvið risastórt A uppá nokkrar húshæðir og læknirinn segir: Þú ert augljóslega blindur fyrst þú sérð ekki þennan staf."

Þegar glæpir ná ákveðinni stærð, hætta menn að sjá þá. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2018 kl. 12:21

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst það líka bæta annarri dýpt á þetta sukk og lögleysu að Háskölinn í Reykjavík er sjálfstætt hlutafélag (hf) en ekki opinber stofnun. Fær að vísu greitt fyrir hvern nemanda frá ríkinu, en kemur borginni akkúrat ekkert við. 

Ef sjálfstæðismenn aætu í meirihluta væri efnahagsbrotadeildin búin að ryðjast inn í ráðhúsið og gera upptæk gögn og tölvur og jafnvel setja einhverja í gæsluvarðhald.

Bíð bara eftir að Stundin og Kjarninn kafi í málið og skúbbi eins og vindurinn um þetta allt. Gæti þurft að bíða slatta eftir því samt. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2018 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband