Félagsbústaðir

Ég hef aldrei skilið þetta concept "Félagsbústaðir"  Þarna er þjónustu sem fellur undir velferðarsvið komið fyrir í sjálfstæðu félagi sem á að vera sjálfbært rekstrarlega og í armslengd frá afskiptum kjörinna fulltrúa.

Það getur vel verið réttlætanlegt að hafa þetta rekstrarform en það á tvímælalaust að skilgreina starfsemina sem velferðarþjónustu sem á ekki að standa undir sjálfri sér heldur njóta styrks úr sameiginlegum sjóði borgarbúa eftir því sem þörf krefur.  Þannig á að setja þak á leigu sem hlutfall af ráðstöfunartekjum leigjenda en á sama tíma verður má ekki slá af kröfum sem leigusölum ber að fullnægja varðandi viðhald og eftirlit með leigðu húsnæði.

Aðkoma samtaka leigjenda að stjórn félagsins er rugl. Leigjendur þurfa bara að þekkja rétt sinn og skyldur og vita hvert á að leita með kvartanir. Ef leigjendur beindu til dæmis kvörtunum varðandi myglu og raka til heilbrigðisnefndar þá myndu örugglega flest mál leysast farsællega.

Varðandi Írabakkamálið þá vil ég vita meira um þær skemmdir sem verið var að lagfæra áður en ég tek undir kommentakórinn. Breiðholtið var byggt með hraði og í blokkirnar var notað gallað sement. Þar fyrir utan eru þær allar komnar á tíma endingarlega sem kallar oftast á stórfellt og dýrt viðhald. Einangrun og klæðning er kostnaðarsöm en það verður líka að gæta aðhalds. Hygginn húseigandi ræður við slíkt en ekki víst að sama gildi þegar einhver verkfræðistofa er fengin til að gera tillögur.  Sérstaklega ekki ef ekkert kostnaðarmat liggur fyrir í upphafi.

Ég myndi til dæmis vilja vita hvað hefði kostað að rífa Írabakka blokkina í stað þess að gera við hana. Þarna liggur ábyrgð stjórnar félagsins fyrst og fremst. Að kalla eftir réttum upplýsingum og geta tekið upplýstar ákvarðanir í framhaldinu.  Heiða Björg er greinilega ekki rétti fulltrúinn til að sitja í þessari stjórn og taka fyrir það þóknun. Þangað á að velja fólk sem kann og getur.  Ekki bjána sem þykjast kunna og geta.


mbl.is Léleg fjármálastjórn aðeins hluti vandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband