Dulin tengsl við S-hópinn.

Þarna er á ferðinni sonur fyrrum bankastjóra Búnaðarbankans sem vildi lána S-hópnum peninga til að kaupa Búnaðarbankann. Fléttan varð þó öllu skrautlegri því úr varð að Sólon lánaði Bjöggunum en Halldór J. stjórinn í Landsbankanum lánaði S-hópnum. Þetta vitum við en við vitum ekki enn hvert milljarðarnir sem S-hópurinn fékk fóru og ekki var staðið við fullnaðargreiðslur fyrir Landsbankann.  Hvað þetta hefur með tengslin við hótelið í Ármúla að gera eru bara hugrenningatengsl mín því alls staðar er maður að sjá ný nöfn sem hafa auðgast óeðlilega á hruninu.  Sumir stálu úr þrotabúunum eins og fyrrverandi eigendur Skeljungs aðrir eru greinilega að leppa fyrir útrásardólgana eins og sá sem vill kaupa 4 búðir af Bónus armi Haga.

Hvernig stendur á því að sonur bankastjórans fyrrverandi telur sig ekki þurfa að fara eftir þeim reglum sem öðrum eru settar?  Hvers vegna er hann ekki beittur hörðu fyrst og honum skipað að stöðva framkvæmdir og hreinlega rífa það sem gert hefur verið? Hvernig getur byggingarfulltrúinn skrifað upp á að hönnunin sé í lagi og fylgt hafi verið ýtrustu fyrirmælum byggingareglugerðar fyrst engin leyfi voru gefin út. Ætlar byggingarfulltrúinn að bora göt í veggi eða taka röntgenmyndir til að tékka á járnabindingu?  Þetta er allt með ólíkindum og greinilegt að sumir eru jafnari en aðrir þegar kemur að framkvæmdum hjá borginni.


mbl.is „Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband