Mogginn kaupir valda ársreikninga

Ţótt ég sé almennt sammála um ađ ársreikningar allra félaga eigi fullt erindi til almennings ţá er líka hćgt ađ misnota slíkar upplýsingar eins og hér er reynt ađ gera.  Ţađ er nefnilega ekki veriđ ađ upplýsa almenning um félagiđ Nýjan kafla ehf. heldur er veriđ ađ kasta rýrđ á Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar og hún sökuđ um blekkingar gagnvart stjórn stéttarfélagsins! Svona lćvísi virkar áreiđanlega á flesta sem lesa "fréttina" en fyrir okkur hin er ţetta bara enn einn naglinn sem veriđ er ađ reka í líkkistu Gunnars Smára! Gunnar Smári er persona non grata í Valhöll og hann á ađ taka niđur hvađ sem ţađ kostar. Sólveig Anna er svo sögđ viljalaust verkfćri hins djöfullega plots Gunnars Smára, sem beinist ađ hinum ríku og voldugu.  

Ţegar Sólveig Anna bauđ sig fram gegn ţaulsetunum í Eflingu var viđ ramman reip ađ draga.  Kosningarnar sýndu svo hversu grasrótin var illa upplýst um stöđu sína og réttindi og ţví var augljóst ađ ţađ ţurfti eitthvađ róttćkt ađ gera til ađ vekja áhuga félagsmanna, almennings og fjölmiđla á stöđu hinna lćgst launuđu í landinu sem vill svo til ađ eru flestir í Eflingu. Ţess vegna var ráđist í ţetta átaksverkefni, "Fólkiđ í Eflingu" og ákveđiđ ađ kosta til ţess 4 milljónum króna!  Ekkert bendir til ađ sá kostnađur hafi fariđ fram út áćtlun. Ađ blanda Gunnari Smára inn í ţetta mál lýsir bara lúalegum hugsunarhćtti spunameistara sem trúa ţví ađ aldrei sé neitt sem sýnist.

En sjálfstćđisflokkurinn ţekkir spuna.  Hann er meira ađ segja međ heilu fyrirtćkin í vinnu viđ ađ spinna upp alls konar blekkingar til ađ rugla fólk í ríminu. Hvernig vćri ađ upplýsa almenning um hvađ ţađ kostar flokkinn? Sannfćrđur er ég um ađ ţćr upphćđir skipta tugum milljón en ekki bara 4 milljónir!

Fyrir valdaflokk skipta völd öllu máli. Völdin hafa engan verđmiđa. Ţađ er ekki spurt hvađ hlutirnir kosta ţađ er spurt hvort völdin séu í hćttu.  Út á ţađ gengur hernađurinn gegn Gunnari Smára.


mbl.is Gunnar Smári í forsvari
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Góđur pistill og hárrétt metiđ. - Venjulegt upplýst fólk sér í gegnum ţennan spuna og skollaleik Vallhallarbćnda.

Már Elíson, 18.10.2018 kl. 18:19

2 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ég hlýt ţá ađ vera "venjulegt upplýst fólk" fyrst ég las ekkert út úr ţessu annađ en ţađ sem er raunverulega á seyđi.

;)

Guđmundur Ásgeirsson, 18.10.2018 kl. 20:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband