Hagsmunaárekstrar

Bæjarstjórinn okkar í Þorlákshöfn, Elliði Vignisson, skrifar grein á Eyjar.net og skammar eftirmann sinn í sæti bæjarstjóra Vestmannaeyja.  Þar fer hann hörðum orðum um Írisi Róbertsdóttur vegna þess sem hann kallar aðför að Lúðvík Bergvinssyni fyrrv. alþingismanni Samfylkingar og gegnum Eyjamanni. Elliði skilur sem sagt ekki hugtakið "hagsmunaárekstur" og blandar athugasemdum þar að lútandi saman við persónuníð og atvinnuróg.

Ég sem hélt að umræðan um hagsmunatengsl og mikilvægi þess að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra hefði nægt flestum venjulegum mönnum til að hugsa þá hluti upp á nýtt en greinilegt er að enn finnast rotin epli og næg verkefni fyrir heiðarlegt fólk eins og Írisi Róbertsdóttur og hennar fólk í Vestmannaeyjum að taka til í stjórnsýslunni eftir árin hans Elliða og þar á undan Gauja bæjó, sem margir minnast sem mannsins sem týndi reikningum bæjarins í embættisferð til Reykjavíkur!

Lúðvík Bergvinsson var einn þeirra sem fékk óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkunum fyrir hrun og var á fullu í braskinu með félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum.  Þess vegna var hann fenginn til að stýra samningaviðræðum við ríkið(félaga Bjarna!) um yfirtöku Eyjamanna á rekstri nýju ferjunnar. Það í sjálfu sér er ekki málið heldur sá dómgreindarbrestur Lúðvíks, að semja við eigin lögfræðistofu vegna vinnu sem krafðist lögfræðilegrar aðkomu. Og það skiptir engu hvort heiðarlega hafi verið staðið að ráðningunni því þetta heitir einfaldlega HAGSMUNAÁREKSTUR!

Þetta verða sjálfstæðismenn að læra. Og sérstaklega Elliði Vignisson. Þú úthlutar ekki verkefnum til vina eða vandamanna og þú ræður þá ekki í vinnu ef þú sjálfur ert opinber starfsmaður eða kjörinn fulltrúi eða ráðinn bæjarstjóri af pólitískum samherjum uppi á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband