Gulli er að hugsa um eigin stöðu

Það er greinilega að hitna undir þeim Guðlaugi og Þórdísi Kolbrúnu útaf 3.orkupakkanum sem þau vilja láta Alþingi samþykkja. Síðan hvenær hlusta ráðherrar á gangrýnisraddir ef þeir geta komið sínum málum fram og tryggt stöðu flokksins? Að þora ekki að láta reyna á afstöðu alþingismanna segir mér bara eitt og það er að, stofnanir flokksins hafa sett þessum ráðherrum stólinn fyrir dyrnar. Ef þeir þráist við, þá mun stjórnarsamstarfi slitið og hvorki Guðlaugur né Þórdís verða þá á listum við næstu kosningar.


mbl.is Fresta orkupakkanum til vors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fresta til vors????? á þá að afgreiða það í flýti svona rétt fyrir sumarfrí???????

Eina vitið er að hætta algerlega við þennan pakka. Það sjá það allir, sem ekki eru með lepp fyrir heila augað, að þessi svokallaði orkupakki er ekkert annað en Tróju-hestur í þeim tilgangi að ráðskast með orkuna okkar og orkuverðið sem við þurfum að borga. ESB mun ekki sætta sig við að við borgum lægra verð en gengur og gerist á meginlandinu.

Minnumst þess þegar Valgerður Sverrisdóttir var ráðherra og hún lét skipta upp orku framleiðslu og orkudreifingu, vegna afskipta ESB. Valgerður sagði ítrekað, þegar bent var á að það þýddi aukinn kostnað fyrir neitendur, að neitendur myndu ekki finna fyrir breytingunni í formi aukinna gjalda. Við fundum fljótt fyrir auknum kostnaði og enn frekar eftir að einkaaðilar voru komnir í spilið, orðnir eigendur af dreifikerfinu, með kröfur um aukna arðsemi þeim til handa.

Menn og konur sem ekki verja hagsmuni þjóðarinnar eiga ekki að koma nálægt stjórnmálum.

Og eitt enn, það þarf að rannsaka hverjir hafa þegið mútur úr hendi ESB!!!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.11.2018 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband