Talnaleikfimi skrifstofustjóra Alþingis

Yfirhylmari Alþingismanna réttlætir enn eina sjálftöku síns fólks.  Nú er vísað til fordæmis annarra þjóða en á algerlega röngum forsendum. Þegar yfirhylmarinn ber saman fjölda aðstoðarmanna ber hann bara saman aðstoðarmenn per þingmann en ekki fjölda landsmanna á bak við hvern þingmann eins og réttara er að gera. Í Danmörku búa 5.8 milljónir og þingmennirnir eru 175. Það gerir rúmlega 34 þúsund einstaklinga bak við hvern landsmann á meðan samsvarandi tala hér á landi er 5.365 eða sjöfalt færri. Ef Helgi yfirhylmari vill réttlæta sjálftökuna með samanburði við aðrar þjóðir verður hann að nota samanburðarhæfar stærðir. Er það ekki lágmarkskrafa?

Ef við berum okkur saman við Dani er okkar Alþingi nánast verklaust og þarf þá ekki á fleiri verkleysingjum á fullu kaupi að halda. Nema náttúrulega Miðflokkurinn sem þarf helst 2 aðstoðarmenn á hvern þingmann, bara til að styðja þá heim af barnum ef ekki til annars.


mbl.is Pólitískum aðstoðarmönnum mun fjölga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband