Þjófapakk á þingi

Eftir gegndarlausa sjálftöku á almannafé eru nú ránsmenn farnir í frí. Sumir á eigin kostnað aðrir láta ríkið borga ferða og dvalarkostnað. Líka þeir sem búa í Kópavogi!

Nú þarf að skera upp herör gegn þessari spillingu á Alþingi. Við eigum ekki að leyfa þessa sjálftöku á milljarðahækkunum, sem kostnaður vegna þingsins stefnir í.   Að ekki sé talað um þetta forsmánarlega frumvarp Bjarna Ben, sem lagt var fram til að lögbinda kjararán kjararáðs.

Mér er stórlega misboðið ef þetta verður látið viðgangast. Steypum þá bara stjórninni og segjum þessu liði upp vinnunni. Ef þeir skilja ekki að sjálftakan er komin yfir öll mörk þá verðum við almenningur bara að fá að kjósa aftur og velja heiðarlegt fólk til setu á alþingi í stað þessa þjófapakks sem nú ríður húsum.  

 

Ég á gult vesti og er tilbúinn í slaginn.


mbl.is Þingmenn komnir í jólafrí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þarna í þessari frétt  var mynd af einum mesta skítamokara landsins -að eigin sögn, sjálfur Gimbillinn frá Gunnarsstöðum.

Hann mokaði flórinn svo að fjármálakerfið ætti greiðari leið að knésetja íbúðaeigendur - setti bónusa inn í RÍKISBANKA fyrir innheimtur- Bónusar sem starfsmenn gátu notið góðs af með því að knesetja samborgara sían. 

Ég á eitt orð yfir þessa framkomu sem er -skíthæll samfélagsins.

Eggert Guðmundsson, 14.12.2018 kl. 21:04

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þessu til viðbótar þá sagði hann að Siðferðisnefnd Alþingis hefði ekki neina frumkvæðisskyldu að kalla inn til sín. 

Mín tillaga til hans að hann boði sjálfan sig til Siðgæðisnefndar Alþingis og óski eftir skoðun á upplognum loforðum til kjósenda sinna, staðhæfingum sínum og lygum á ALÞINGI varðandi stöðu mála hjá Svavari Gestsyni varðandi samning um ICESAV,,, og svo margt fleira sem hægt er að rifja upp fyrir hann ef hann skuli hafa misst minnið

Eggert Guðmundsson, 14.12.2018 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband