Eiga bara eftir að hóta

Stjórnmálamenn kunna bara 3 aðferðir til að ná fram sínum markmiðum. Í fyrsta lagi, að lofa. Í öðru lagi, að biðla og í þriðja lagi, að hóta.  Áhugamenn um vegtolla á Alþingi hafa nú þegar lofað og biðlað. Nú eiga þeir bara eftir að hóta a la icesavehótanirnar.

Í skugga ýmissa hneykslismála alþingismanna, sem skóku þjóðfélagið þetta haustið þá klykkja þeir út með auknar álögur á litla manninn í formi veggjalda á sama tíma og þeir lækka skatta á kvótagreifa og stóreignamenn.

Hvernig væri fyrir þetta aumkunarverða lið sem nú situr á Alþingi, að girða sig í brók og fara fram með meira og víðtækara samráði um stærstu málin, en nú er gert. Þessi ríkisstjórn til dæmis nýtur ekki meirihluta fylgis almennings þrátt fyrir meiri hluta á Alþingi. Það finnst mér að þurfi að taka tillit áður en meiri skaði hlýzt af. Því vanhugsaðar ákvarðanir og illa grunduð löggjöf hefur afleiðingar fyrir okkur öll.

Tek sem dæmi; lækkun á sköttum hinna ríku, lækkun á afnotagjöldum í sjávarútvegi, eftirgjöf á gjöldum í fiskeldi, aukin framlög til kirkjunnar, aukin framlög til RUV  og svo þessar hugmyndir um vegtollagirðingar.

Allar röksemdir tollamanna hafa verið hraktar. Líka sú sem Ari Trausti notar:

"Ég hvet til þess að menn spari stóru orðin þar til í ljós kemur hvað felst í þessu átaki sem margir þingmenn telja þess virði að leggja í - þó ekki væri nema fyrir þá sök að stór hluti 12.000 km vegakerfs okkar er afar óviðunandi og kostnaður við tjón, áverka, ökuml og dauða í umferðinni er metinn á 40-60 milljarða króna, horfi menn á peningana eina."

Fyrir utan það hve smekklaust það er að nota tilfinningarök í svona málum þá er þetta líka alger rökleysa. Slysin verða vegna ökumannanna og hraðans, ekki vegna veganna.  Með því að minnka hraðann má draga úr líkum á slysum.  Minni hraði dregur líka úr álagi á vegina og eykur þar með endingu.

En hér eins og oft eru stjórnmálamenn komnir fram úr sér í eigin óskeikulleika. Það verður fróðlegt að heyra þegar þeir byrja að hóta okkur sem dirfumst að andmæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband