Arnarlax vill Þ-H leið og sendir fótgöngulið

Arnarlax er orðinn risi í atvinnulífi Vestfjarða. Undir hótunum um uppsagnir og samdrátt í rekstri hafa þeir náð ótrúlegum völdum. Og allt gerðist þetta fyrir opnum tjöldum þegar Einari Guðfinnssyni var mútað til að gerast opinber lobbyisti fiskeldis á Vestfjörðum. Því ráðning hans var þaulskipulögð að hætti útrásardólga. Enda einn aðaleigandi Arnarlax, Einar nokkur Ólafsson, fyrrum starfsmaður Glitnisbanka og gripdeildarmaður sama þrotabús.  Einar þekkti formúluna hans Jóns Ásgeirs, sem fólst í því að kaupa sér áhrif í gegnum pólitík og með Bjarna Benediktsson að vini var auðvelt að fá Einar Guðfinnsson til fylgis og enn auðveldara að ná til ráðherra sjávarútvegsmála, sem fer með málefni fiskeldis.  Og eftir velheppnaðan snúning á þinginu síðasta haust, þar sem ráðherranum var beitt til að afturkalla rekstrarstöðvun, þá vita forsvarsmenn Arnarlax að þeir geta gert næstum hvað sem er og komist upp með það.

Með atvinnukúgun að vopni láta þeir sveitastjórnir og héraðsfréttamiðla þrýsta á almenning og sveigja almenningsálit sér í hag og nú er komið að samgöngum. Arnarlax hefur mestra hagsmuna að gæta þegar kemur að lagningu Vestfjarðarvegar og svokallaðrar Þ-H leiðar.  Þeir eru með vaxandi flota þyngstu trukka, sem keyra þessa leið sex sinnum á dag og þeim ferðum mun fjölga.  Það er Arnarlax sem heldur uppi taugastríðinu gegn sveitastjórn Reykhóla. Þ-H leiðin er 15 km styttri en R leiðin og það þýðir að lágmarki 6 þúsund kílómetra minni akstur á ári fyrir þetta fyrirtæki. Þeim er andskotans sama um hagsmuni skólabarna á Reykhólum og nærsveitum. Þeim er líka skítsama um öryggi þeirra sem þurfa að aka verri vegi svo fremi að þeir geti sparað nokkrar milljónir.

Um þetta snýst málið. Moldviðrið sem Vegagerðin og aðrir hagsmunaaðilar á svæðinu hafa þyrlað upp er til að fela þennan raunverulega tilgang.  Vonandi stendur sveitastjórn í ístaðinu þegar kemur að ákvörðun um hvorn kostinn eigi að taka. Þ-H leið Arnarlax eða R-Leið öryggis íbúa og náttúrufriðunar á svæðinu.


mbl.is Mótmæla R-leiðinni um Reykhólahrepp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband