Ekkert eftirlit með eftirlitinu

Löggjöfin í kringum fiskeldið ber þess greinileg merki að vera búin til af hagsmunaaðilum og þess gætt, að nýta alls ekki reynslu Norðmanna og fleiri til að lágmarka áhættu og hámarka arð af þessari vaxandi atvinnugrein.  Eftirlitshlutverk Matvælastofnunar er til dæmis í algjöru skötulíki og virðist felast í því einu, að bregðast við tilkynningum eldisfyrirtækjanna þegar óhöpp verða eins og í þessu nýjasta tilfelli Arnarlax. Og með fullri virðingu þá kaupi ég ekki þessa skýringu að pokinn hafi verið gallaður. Annars væru menn ekki að tala um gat. 

Svo þegar farið er dýpra í málin vakna ótal spurningar.  Eins og til dæmis:

  • Hvernig stendur á því að það líða 7 vikur á milli þess sem kvíar eru skoðaðar af kafara?
  • Af hverju er ekki hægt að koma fyrir neðansjávarmyndavélum og vakta þessar kvíar í rauntíma?
  • Hversvegna eru kvíar ekki tæmdar og talið upp úr þeim þegar grunur er um, að fiskur hafi sloppið?
  • Til hvers er aðkoma Fiskistofu?
  • Hvers vegna er Umhverfissjóður Sjókvíaeldis látinn greiða kostnað Hafrannsóknarstofnunar af burðarmati?
  • Hvers vegna er Umhverfissjóður Sjókvíaeldis látinn greiða kostnað Hafrannsóknarstofnunar af vöktunar verkefnum tengdum sjókvíaeldi?
  • Hver er nettó hagnaður ríkissjóðs af leyfisgjöldum vegna sjókvíaeldis?
  • Hvers vegna er heimilað að framselja og veðsetja leyfin sem gefin eru út vegna sjókvíaeldis?
  • Hvar voru þingmenn þegar þessi lög voru samþykkt?

Og hvers vegna í andskotanum þarf ég að blogga um þetta skítamix matvælastofnunar, sem þessi tilkynning er?  Hvar eru fjölmiðlamenn? Það eru þeir sem eiga að hafa eftirlit með eftirlitinu!

 


mbl.is Arnarlax yfirfari verklag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband