Ekki hefur náðst í Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, vegna málsins

Dagur borgarstjóri ber ábyrgð á starfsmannamálum Reykjavíkurborgar.  En samt er ekki hægt að ná í manninn til að ræða við hann um kvartanir borgarritara.

Eru ekki aðfinnslur borgarfulltrúa fyllilega réttmætar sama hvað einstaka starfsmanni finnst. Og ef verkefnin eru svo léttvæg að jafnvel viðkomandi starfsmenn fyllast sektarkennd og vanlíðan er þá ekki rétt að fara yfir það með Degi borgarstjóra?

Að það skuli vera regla að ekki náist í manninn segir mér bara eitt og það er að maðurinn ræður ekki við starfið.

Reykjavíkurborg hefur aldrei áður verið svo umdeild vegna ákvarðana þeirra sem stjórna. Jafnvel borgarstjóri kýs að tjá sig ekki ef málefni borgarstjórnarinnar ber á góma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband