Stöðugleikinn er á ábyrgð ríkisvaldsins

Ásgeir Jónsson, talsmaður auðmagnsins bregst ekki húsbændum sínum frekar en fyrri daginn enda ferðalag hans um ríkislendurnar mjög ábatasamt þessa dagana. Ég veit ekki hvernig maðurinn hefur tíma til að skrifa þessar greinar sínar því fyrir utan að vera í fullu starfi sem dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands og forseti sömu deildar, þá rekur hann fyrirtæki sem heitir því ósmekklega nafni, Auðfræðasetrið og í gegnum það hefur hann tekið inn hundruð milljóna  frá Fjármála og forsætisráðuneytinu. því hann hefur verið stjórnvöldum mjög innanhandar við gerð áróðursefnis varðandi ríkisfjármál. Til dæmis átti hann stóran þátt í samningu Hvítbókar Bjarna Ben um hversu nauðsynlegt væri að selja hlut bankanna með 100 miljarða afslætti.

Þessi maður er nú kynntur sem fyrrverandi hagfræðingur Dagsbrúnar! Af hverju ekki sem fyrrverandi forstöðumaður greiningadeildar Kaupþingsglæpabanka! Eða fyrrum ráðgjafi Hrægammafyrirtækisins Gammar!  Sömu hrægammanna sem eru búnir að hreiðra um sig á fasteigna og leigumarkaðinum og eru nú að festa sig í sessi á tryggingamarkaði undir forystu þokkahjúanna Svanhildar Nönnu og Einars Arnar Glitnisræningja sem eru búin að vera til rannsóknar hjá saksóknara í 3 ár. Meira um það síðar.

En ég er að tala um Ásgeir Jónsson, son Jóns Bjarnasonar fyrrum sjávarútvegsráðherra í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Vegna tengsla inní stjórnmálin lenti þessi maður á fótunum eftir hrunið og er nú hans þáttur í hruninu flestum gleymdur.

Persónulega tek ég ekki mark á svona manni. Enda eru hans fræði engin vísindi.  Í bezta falli hafa þau spágildi en jafnvel það hjálpaði Ásgeir Jónssyni ekki sem forstöðumanni greiningadeildar Kaupþings glæpabanka. Nema hann hafi tekið við skipunum frá yfirstjórninni og þannig verið ábyrgur fyrir blekkingum vegna fjárhagsstöðu bankans í langan tíma fyrir fall hans.

En fólkið í greiningadeildunum var aldrei dregið til ábyrgðar ekki frekar en endurskoðendurnir. Það var meðvituð ákvörðun því AGS og ríkisstjórnin með pabba Ásgeirs innanborðs voru ákveðin í að endurreisa sama spillta kerfið eftir hrun.  Í því verki hefur Ásgeir reynst drjúgur liðsmaður.  Og þénað vel!

Þegar svona maður póstar status á fésbók og varpar ábyrgð á stöðugleika í hendur verkalýðsforystunnar er ekki hægt annað en svara því á öllum vígstöðum. Því það er ekki hlutverk verkalýðsforystunnar að kostnaðarmeta kröfugerð sem snýr að aðgerðum stjórnvalda til jöfnunar lífskjara.  

Ásgeir Jónsson ætti að hafa vit á að halda sig til hlés á meðan ábyrgt fólk reynir að leysa úr því ástandi sem hans ráðleggingar hafa sannlega átt þátt í að skapa og valdið þeirri þjóðfélagsgliðnun sem kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar er að reyna að brúa.


mbl.is Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband