Til hamingju Heiðveig María

Dómur Félagsdóms er alvarlegur áfellidómur yfir trúnaðarráði Sjómannafélags Reykjavíkur og fyrrverandi formanni Jónasi Garðarssyni.  Eftir þennan dóm þá er full ástæða til að láta ógilda kosningarnar frá því desember, þar sem þær voru ólöglegar og greinilega til þess gerðar að hylja yfir kolólöglega ráðstöfun á fjármunum Sjómannafélagsins og ráðstöfunum fyrrverandi formanns.  Það þarf að láta gera óháða opinbera rannsókn á bókhaldi Sjómannafélagsins og ég treysti Heiðveigu Maríu best til að biðja um slíka rannsókn.


mbl.is Sjómannafélagið braut lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jóhannes Laxdal Baldvinsson.

Þetta bull að láta rannsaka bókhaldið er þér til vansa. Ef þú er að bera rangar sakir á gjaldkera Sjómannafélag Ísland þá átt þú að kæra það í þinni persónu, þú átt ekki að vera alvarlegar aðdróttanir á hendur gjaldkera nema að þú hafir sannanir fyrir því.

Athugaði eitt á þínu bulli, það er félagslegur og löggildur Endurskoðandi sem þú ert að saka um að hylma yfir svik.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.2.2019 kl. 22:57

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Rólegur Jóhann Páll. Má vera að þú sért einn af þessum 15 í trúnaðarráði Sjómannafélags Íslands, sem brutuð lög þegar þið rákuð fullgildan félagsmann úr félaginu? Og bökuðuð félaginu bótaábyrgð uppá 1.5 milljónir? Ætlið þið að láta gjaldkerann sjá um það og endurskoðandann kvitta uppá?  Það eruð þið sem bullið góðurinn og eruð öllum sjómönnum til vansa. Vonandi lætur Heiðveig María fara fram rannsókn á bókhaldinu. Það er alla vegana ekki aðgengilegt neinum nema einhverjum innmúruðum svo eitthvað er verið að fela. Hvernig var til dæmis með greiðslurnar sem voru skráðar á Hall fyrir söguritun félagsins sem hann kannaðist ekki við að hafa fengið nema að hluta.. Og svo var það hitt með þau áform að afhenda Sjómannadagsráði einhver verðmæti við fyrirhugaða sameiningu Sjómannafélags Íslands við félögin í Eyjafirði, Vestmannaeyjum og í Grindavík. Það var eitthvað spooky við það óðagot allt og ekki skrítið þótt hin félögin bökkuðu útúr því svínaríi öllusaman. Sem betur fer hef ég aldrei verið félagi í Sjómannafélagi Íslands þótt ég hafi róið frá Reykjavík og Hafnarfirði. Enda var þetta frekar einhver einkaklúbbur kringum Jónas og Birgir Björgvins, heldur en stéttarfélag sem barðist fyrir kjörum sjómanna. Hvenær varst þú til dæmis til sjós síðast?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2019 kl. 01:40

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og eitt í viðbót. Ef þú varst einn af fimmtánmenningunum sem rákuð Maríu Heiðveigu úr félaginu með þeim rökstuðningi að hún hefði valdið félaginu tjóni, ætlið þið þá núna í ljósi dóms Félagsdóms gegn ykkur, að reka sjálfa ykkur úr félaginu?  Verðið þið ekki að gera það til að vera sjálfum ykkur samkvæmir?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2019 kl. 02:10

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Tek undir orð höfundar með fróma árnaðaóskir tilhanda Heiðdísar með sigurinn í þessum áfanga málsins.

Hvað varðar orðasenu Jóhanns Páls hér að ofan, þá má glitta þar í gegn fulltrúa þeirra afla Sjómannafélags RVK sem vildi fá að vera í friði með sinn "klúbb" og sjóði.

Væri virkilega gaman að fá röksemdina fyrir því að téð Heiðdís hafi verið vikið úr félaginu og hvers vegna í ósköpunum einn þurfi að hýrast í félagi til 3ja ára áður en einn getur boðið sig fram til trúnaðarstarfa.

Dómur Félagsdóms er mjög skýr, lengra var vart komist í að bjóta reglur um félagaaðild.

Ippon hjá Heiðdísi.

Sekt á f.v fommann félagsins....aftur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.2.2019 kl. 10:28

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jóhannes Laxdal Guðmundsson.

Það er ljóst að þú hefur ekki einustu hugmynd hvernig félagsmál ganga fyrir sig. það má sjá á þínum skrifum. Fyrir það fyrsta ert þú með alvarlegar ásakanir á hendur okkur félagsmönnum. Fyrsta að láta endurskoðenda kvitta uppá reikninga hverskonar rugl er þetta, það er endurskoðandi sem er ábyrgur að rétt sé farið með, enda er hann með full réttinda til starfsins. Lestu fyrst reglur um endurskoðun reikninga áður enn þú hendir fram röngum athugasemdum. Svo ertu með dylgjur um Hall, því til að svara heitir hann Hallur Hallsson og er fullfær að svar fyrir sig og ég bendir þér að snúa þér til hans um skýringar. Sjómannafélag Íslands er gott félag sem hefur staðið með sínum félögum, annað er rógburður að þinni hálfu. Varðandi Birgir Björgvinsson, þér til fróðleiks þá hef ég aldrei heyrt þvílíkan ribbaldalegar ávirðingar um frábæran dreng sem öllum sjómönnum þykkir vænt um. Það var hann sjálfur sem stofnaði og barist fyrir að sjómenn spiluðu knattspyrnu á laugadegi fyrir Sjómannadag sá háttur er enn í dag við hafður. Það er auðséð að þú hefur ekki hugmynd hver ég er og fyrir hvað ég hef barsit fyrir,, Eitt get ég sagt um þig eftir þín skrif. Þú ert ruddamenni og ættir að leita þér hjálpar með andlegum hætti, þó það væri ekki annað enn þér til góðs fyrir þig sjálfan.

Jóhann Páll Símonarson, 27.2.2019 kl. 10:48

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jóhann Páll, Ég veit hver þú ert og einnig veit ég hvernig félagsmál ganga fyrir sig.  Þú ert kannski ekki í stjórn Sjómannafélagsins en þú ert sá sem mest hefur haft þig í frammi opinberlega vegna gagnrýni Heiðveigar á stjórn og trúnaðarráð SÍ. Þannig að ég geri fastlega ráð fyrir að þú talir í þeirra nafni. Fyrir það fyrsta þá tryggir endurskoðun reikninga ekki að rétt sé staðið að greiðslum og reikningsskilum. Endurskoðandi veit ekkert um hvort heimild gjaldkera til að greiða 22 milljónir fyrir ritstörf 2014-1015 hafi verið lögleg eða ekki. Svo þú ættir ekki að fullyrða neitt um hluti sem aðeins er hægt að sanna með til þess gerðri rannsókn. Rannsókn sem hlýtur að fara fram nú þegar félagið og stjórn þess er orðin afturreka með ólöglegar ákvarðanir, ólöglegar samþykktir og ólöglegar breytingar og fölsun á samþykktum aðalfunda. Ég get bara vorkennt þér Jóhann Páll, fyrir að sjá ekki að þér. Skiptir engu hvort um er að ræða vini þína og félaga til margra ára. Þeir verða að fara eftir lögum sem gilda um rekstur stéttarfélaga. Réttindi og skyldur félagsmanna er ekkert sem hægt er að breyta eftir því hver í hlut á.  Og svo er það þetta með ofurlaun formannsins. Var löglega staðið að samningum við hann og var það einhvern tíma borið undir aðalfund að greiða Jónasi Garðarssyni 1900 þúsund í laun á mánuði?

Það skal tekið fram að ég hef mína vitneskju úr fjölmiðlaumfjöllun. Ég hef ekki skoðað bókhaldið eða ársreikninga félagsins enda skilst mér að þeir séu ekki hafðir á glámbekk. Og það sem ég sagði um Birgir Björgvinsson voru ekki ávirðingar enda þekki ég manninn ekki neitt. En maður þarf ekki að hafa þekkt Jónas Garðarsson til að finnast maðurinn alger skíthæll.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.3.2019 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband