Kona líttu þér nær

kataKatrín og Bjarni hafa fundið sökudólginn. Hann er launahækkanir til bankastjóra ríkisbankanna. Þau halda að þessar hækkanir bankastjóranna séu eina ástæðan fyrir þeirri ólgu sem nú er á vinnumarkaðinum.  Þvílík afneitun segi ég nú bara. Launahækkanir og sjálftaka alþingismanna vega miklu þyngra í þeirri óánægju sem nú ólgar og vellur.

Stjórnvöld eru ráðþrota en á sama tíma þiggja þau ekki ráðgjöf skynsamra manna og breyta öllum úrskurðum Kjararáðs síðustu 2 ár. Fyrst þau vita að bankastjóralaunin eru of há þá ætti að vera auðvelt fyrir Katrínu að semja við Bjarna um rétt laun embættismanna, forstjóra, þingmanna, biskups og annarra stertimenna.  Hvað um að festa hæstu laun í 2 milljónum á mánuði og laun þingmanna verði ákveðin 1 milljón og allar sporslur afnumdar. Flestir þingmenn voru langt undir þeirri upphæð áður en þeir unnu í kosningalotteríinu svo þeir mega vel við una.

Trúnaðarbrestur milli Katrínar og bankaráðanna breytir engu um að bankaráðin eru sjálfstæð og taka ekki við skipunum frá ráðherrum. Ég er viss um að glottið á Friðriki Sophussyni þurrkaðist ekkert af honum við tilmælin frá ríkisstjórninni.

Svo Katrín skal bara hunskast til að nota vald sitt sem forsætisráðherra og láta til sín taka. Dúkkustælar duga ekki þegar vinnudeilur eru við það að lama þjóðfélagið.

Eins gott að fólk byrgi sig upp, af dósamat og pakkasúpum.  Því þetta verður greinilega langt vor.


mbl.is „Trúnaðarbrestur“ verði tilmæli hunsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svo er líka hægt að afnema allar hækkanir Kjararáðs. Setja bara lög sem fella þessa heimskulegu og hættulegu ákvarðanir fávitanna í Kjararáði úr gildi.  Höfum í huga að þetta voru ekki aðeins tugprósentahækkanir á mánaðarlaunum, heldur voru þær í mörgum tilfellum afturvirkar! Ef þetta fólk sættir sig ekki við slíka lagasetningu þá getur það hætt störfum án starfslokasamnings. Þegar skip fær á sig slagsíðu þá þarf að laga ballestina. Stundum þarf að henda einhverju fyrir borð. Ég er til í að henda biskupinum.  Þetta eru slíkar björgunaraðgerðir og við gætum alveg kallað þetta Neyðarlög II.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2019 kl. 21:52

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Tómur roluskapur !

Nú er Katrín að slá vopnið úr höndum Bjarna, sem hefur alltaf farið undan í flæmingi

Talað veikt og óskírt. Katrín kveður hart að – auðvitað átti að skipta um bankaráð á stundinni

Þegar ráðin láta ekki að vilja eiganda sinna !

Jón Snæbjörnsson, 2.3.2019 kl. 22:02

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og hvernig í ósköpunum var það ákveðið að sveitastjórnarfólk ætti að fá ígildi þingfararkaups fyrir sín störf?  Þeirra laun ættu alfarið að vera árangurstengd. Þannig að illa rekið sveitafélag ætti ekki að þurfa að bera háar launabyrðar vegna vanhæfis kjörinna fulltrúa.  Og svo eru náttúrulega bæjarstjóraralaun og starfslokagreiðslur löngu komin útyfir allan þjófabálk.  Þær greiðslur þarf að færa til einhvers veruleika sem almenningur samsamar sig við.  Því það erum jú við sem borgum þessi ofurlaun og ofurstarfslokagreiðslur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2019 kl. 22:07

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Jón, Þetta er allt leikmynd hjá Katrínu og Bjarna. Það er ekki eins og þessar hækkanir á bankastjóralaunum hafi verið ákveðnar í gær.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2019 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband