Er hægt að treysta Hafró?

Áhættumat Hafrannsóknarstofnunar hefur þann tilgang að réttlæta áform laxeldismanna um stórfellda stækkun á laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Áhættumatið byggir ekki á rannsóknum eða þekkingu á hvað gerist ef eldislax hrygnir í íslenzkum ám.  Enda hafa engar rannsóknir verið gerðar á því. Áhættumatið er alfarið byggt á gögnum frá norskum fiskifræðingum sem hafa rannsakað áhrif slysasleppinga frá norsku sjókvíaeldi. Þar hefur eldislax blandast náttúrulegum villtum stofni í allt að 20% veiðiáa.  Þessar niðurstöður ætlar svo Hafró að nota en fullyrðir að líkanið þeirra geri aðeins ráð fyrir 5% erfðablöndun sem er náttúrulega ekki ásættanlegt. Og svo tala þeir um fyrirbyggjandi aðgerðir eins og stórfellt inngrip í kynbætur á villta stofninum með því að tryggja að næg hrygning fari alltaf fram!  Einnig er talað um að eldismenn þurfi að nota stærri seiði og stunda kynleiðréttingu á seiðunum til að seinka kynþroska. Við vitum að svona tillögur eru bara orð í skýrslu til að réttlæta hina keyptu niðurstöðu að hér sé óhætt að sexfalda framleiðslu á eldislaxi úr sjókvíum. Það eru engin áform uppi um að setja eldisfyrirtækjum neinar kvaðir umfram þá ákvörðun að eldi megi ekki fara fram innan ákveðins radíuss frá helstu laxveiðiám okkar. Þannig má ekki stunda laxeldi í Breiðafirði eða á Faxaflóa og ekki í innfjörðum Húnaflóa, Skjálfanda eða úti-fyrir Norðausturlandi.  Hins vegar má stunda laxeldi á Austfjörðum og jafnvel er talið ásættanlegt að fórna Breiðdalsá í þágu hagsmuna Samherja á Austfjörðum.Enda eru Samherjamenn engir sérstakir áhugamenn um laxveiðar ólíkt hinum óligörkunum í Sjálfstæðisflokknum að Einari Guðfinnssyni undanskildum sem aðeins fékk að veiða í Hrútafirðinum en aldrei með Bjarna og Jónasi og Einari Erni í boði Glitnis og seinna Landsbankans.  Þetta var smá útúrdúr en skiptir samt máli þegar fjallað er um svokallaða vísindaráðgjöf Hafró.  Enda er ekki hægt að tala um keyptar skýrslur sem vísindalega niðurstöðu rannsókna. Áhættumat Hafró sem nú á að lögleiða er keypt niðurstaða til að réttlæta inngrip í vistkerfi innfjarða á Vestfjörðum í formi gríðarlegs álags, sem menn hafa enga hugmynd um hverjar afleiðingar verða fyrir þær tegundir sem fyrir eru.

Það væri mannsbragur að því að segja bara sannleikann, að stjórnmálamenn eru búnir að taka þessa ákvörðun að hér skuli stundað sjókvíaeldi á norskum kynbættum eldislaxi og stjórnmálamenn vilja að framleiðslan verði komin í 100 þúsund tonn innan örfárra ára.  Mönnum er skítsama um hliðarverkanir eins og slysasleppingar eða óæskilegan úrgang sem enginn veit hver áhrif hefur á vistkerfin. Að klæða pólitískar ákvarðanir í búning vísindalegrar ráðgjafar er bara hlægileg blekking.  Kristján Þór notaði þessa aðferð þegar hann keypti skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans og notaði til að réttlæta ákvörðun sem löngu var búið að taka um áframhald hvalveiða í 5 ár. Og nú á að endurtaka leikinn og allir spila með og taka þátt í þessu málþingi sem er bara fyrirsláttur, leiksýning sem engu skiptir og ekkert upplýsir. Stjórnmál og vísindi eiga enga samleið.


mbl.is Boðar til málþings um áhættumatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og til að fyrirbyggja allan misskilning um að ég sé einhver sérstakur málsvari villtra laxa eða svartrar atvinnustarfsemi tengdri villtri stangveiði, sem er aðallega sport ríkra karla á öllum aldri, þá er ég ekki á móti laxeldi per se. Ég held að í því felist mikil tækifæri, en ég hræðist hagsmunagæslu stjórnmálafólks og treysti þeim ekki til að lágmarka umhverfisáhættu af eldinu. Þar er ég fyrst og fremst að tala um úrganginn. Það væri örugglega hægt að skylda eldisfyrirtækin til að setja upp sjálfvirkan hreinsibúnað en ég hef hvergi séð á það minnst í umræðunni. Umræðan hefur pólast um hættuna á erfðablöndun sem skiptir almenning litlu sem engu máli meðan hagsmunir almennings eru engir við að hér sé áfram hægt að veiða villtan lax á stöng. Þessi atvinnugrein með sínar svörtu tekjur eru einkamál örfárra óligarka, sem þurfa engan virðisaukaskatt að borga, þótt talið sé, að laxveiði velti 15-20 milljörðum árlega ef óbeinar tekjur eru taldar með.  Við eigum alltaf að velja meiri hagsmuni fyrir minni og þegar þjóðhagslegir hagsmunir laxeldis eru margfalt meiri en hagsmunir stangveiðimanna þá er ég ekkert að velta þeirra málflutningi svo mikið fyrir mér. Lít á það sem sérhagsmunagæslu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2019 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband