Lög á lög ofan!

Einn úr Djúpríkinu hefur talað! Málið er einfalt.  Bara setja ný lög í óðagoti til að laga klúður sem aldrei þurfti að koma til ef vandað hefði verið til lagasetningar Dómstólalaganna á sínum tíma.

Sigríður Andersen þóttist ætla að laga 3.kafla dómstólalaganna, sem fjallar um skipun dómara, en hún gerði það ekki.  Það sem Sigríður hins vegar gerði, var að breyta lögum um uppreisn æru svo nú geta barnaníðingar vel orðið dómarar, sérstaklega þegar þess er gætt að heimildir ráðherra til að skipa dómara í andstöðu við mat lögskipaðrar hæfnisnefndar, hafa ekki verið teknar út úr lögunum.

Það sem þarf að gera er að fella þessa málsgrein 12. greinar, út.

"....................Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið. Ráðherra skal þá leggja slíka tillögu fyrir Alþingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar er afhent honum eða innan þess tíma frá því að Alþingi kemur næst saman eftir að umsögn er fengin og verður tillaga að vera samþykkt innan mánaðar frá því að hún er lögð fram, ella er ráðherra bundinn af umsögn dómnefndar." 

Það er þessi málsgrein, sem konan með langa nafnið og löngu titlana, þarf að fella út og fá til þess flýtiafgreiðslu hjá forseta Alþingis (LoL! djók. Auðvitað stýrir ríkisstjórnin dagskrá þingsins en ekki Steingrímur Vaðlaheiðarstingur)  Alþingi hefur reynsluna af flýtiafgreiðslu samanber breytingu Kristjáns Þórs, á lögum vegna niðurfellingar á starfsleyfum til fiskeldis í Arnarfirði.

Ég hef fulla trú á konunni með langa nafnið. Hún er engin puntudúkka eða handbendi fyrir Icehot1. Hún er þvert á móti manneskja sem tekur yfirvegaðar ákvarðanir í samræmi við eigin sannfæringu. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera.  Við þurfum ekkert að vera sammála þeim í öllu en við eigum að geta borið virðingu fyrir þeim og treyst að þeir séu að vinna í allra þágu.


mbl.is Sérlög til lausnar Landsréttarmálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þegar búið er að laga þetta þá eru sérvöldu dómarar Sigríðar og Sjálfstæðisflokksins sjálfkrafa ólöglega skipaðir og því einfalt formsatriði að setja þá úr embættum og skipa nýja dómara.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.3.2019 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband