Dómsríkið er í nánd

Nú takast á, tvíklofin dómarastétt og margklofin stjórnmálastétt, útaf dómi Mannréttindadómstólsins í Strassburg.  Hinir pólitískt skipuðu dómarar Sjálfstæðisflokksins skipa sér undir merki síns flokks og túlka dóminn útfrá pólitík og einnig virðist afstaða þeirra til áfrýjunar vera pólitísk.  Þetta er óþolandi og rýrir traust á þessum dómurum.

Hinn hópur dómaranna, sem ekki eru brennimerktir af flokkspólitík vilja hins vegar ráða því hverjir eru skipaðir dómarar og fái þannig inngöngu í Frímúrarafélag Dómara.

Þess vegna er það ekki dómur MDE, sem er að valda hér réttaróvissu heldur er það óeining innan dómarastéttarinnar fyrst og fremst. Meirihluti dómara við öll 3 dómsstigin vilja nota þennan dóm, til að fá sjálfdæmi um hverjir verði dómarar.  Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkarnir 3, leggjast gegn því og vilja ekki breyta 3. kafla Dómstólalaganna, sem kveður á um skipan dómara.

Um þessi ágreiningsmál þarf nú konan með langa nafnið að úrskurða.

  1. Ef hún ákveður að áfrýja dóminum til yfirdeildar og breytir ekki dómstólalögunum þá verður til réttaróvissa því Vilhjálmur H. bíður með 9 önnur samskonar mál ,sem hann hefur hótað að senda til MDE 
  2. Ef hún ákveður að áfrýja ekki, en hunza dóminn að öðru leyti þá verður líka til réttaróvissa
  3. Ef hún áfrýjar ekki og fer að tilmælum meirihluta Dómstólasýslunnar þá  verður Davíð Oddsson súr fyrir hönd frænku

Þess vegna mun hún vonandi leggja til nauðsynlegar breytingar á lögunum um skipanir dómara með það fyrir augum að skipanir allra núverandi dómara verði ógildar og ferlið endurtekið samkvæmt lögum.  Það má alveg hugsa sér að ráðherra geti haft eitthvað um reglur hæfisnefndar um skipun dómara að segja, en krafan verði samt sú, að hæfnisnefndin verði að samþykkja einróma skipan dómara.  

Með slíkri skipan höfum við færst skrefi nær dómsríkinu en það er bara hið bezta mál. Dómsríkið kemst næzt Guðsríkinu og enginn hefur lykil að því nema kannski Davíð Þór Jónsson sem virðist hafa endurfæðst í guðhræddan vínanda.


mbl.is Hervör lagðist gegn bókuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svo þarf náttúrulega að afnema þessa kynjakvótareglu úr stjórnsýslulögunum. Við hljótum alltaf að setja kröfuna um hæfasta einstaklinginn, óháð kyni í fyrsta sæti. Gleymum ekki að drengir eiga undir högg að sækja í skólakerfinu og meirihluti þeirra sem útskrifast með háskólamenntun eru konur. Þess vegna gætum við séð konur einoka flestar æðri stöður í náinni framtíð. Eða vilja menn vera með kynjakvóta og ráða illa menntaða og vanhæfa drengi til jafns við sér miklu hæfara kvenfólk?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.3.2019 kl. 14:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem þú kallar "kynjakvótareglu" er ekki í stjórnsýslulögum heldur jafnréttislögum og hún gildir eingöngu þegar fleiri en einn einstaklingur af fleiri en einu kyni eru metnir hæfastir og jafn hæfir. Ef aðeins einn umsækjandi telst hæfastur leiðir af meginreglum stjórnsýsluréttar að þann einstakling á að ráða í starfið, óháð kyni.

Með öðrum orðum þá gildir "kynjakvótareglan" eingöngu í þeim tilvikum sem skera þarf úr um "jafntefli" milli karls og konu ef þau deila með sér efsta sætinu í hæfnismati.

Þú ert ekki sá eini sem hefur misskilið þetta, því dæmi eru um að á grundvelli kyns hafi kona verið ráðin fram yfir karl jafnvel þó hann hafi talist hæfari (sem er lögbrot).

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2019 kl. 14:29

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En má segja að kynjakvótaregla jafnréttislaganna hafi óbein áhrif á réttmætisreglu stjórnsýslulaganna?  Og hvað segirðu þá um 44.gr og 45.gr. Sveitastjórnalaganna? Þar er um hreina kynjakvótareglu að ræða.  Ég ætla samt ekki í debat um lagatækni. Það sem ég sagði ætti að skiljast af samhenginu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.3.2019 kl. 15:05

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Réttmætisreglan trompar það sem þú kallar kynjakvótareglu. Ávallt skal ráða þann hæfasta óháð kyni. Aðeins ef tvö af sitthvoru kyni eru "jafnhæfust" ræður kyn úrslitum. Tilvísaðar 44. gr. og 45. gr. sveitarstjórnarlaga fjalla ekki um ráðningar í opinber störf eða skipan embættismanna heldur kosningu pólitískra fulltrúa í nefndir sveitarstjórnar.

En talandi um kynjakvótareglur, er athyglisverð pæling hverskonar glundroði myndi skapast um framkvæmd jafnréttislaga ef Drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði yrðu að lögum. Þau myndu aftengja öll ákvæði jafnræðislaga um bann við mismunun á grundvelli kyns, sem eiga við um konur og karla, í tilvikum þeirra einstaklinga sem myndu skrá sig undir einhverju af hinum 45 "kyngervunum" eða hvað þau eru eiginlega orðin mörg sem "hinsegin" hreyfingin heldur því fram að séu til. (Á meðan mannkyn hefur aðeins tvær kynlitningasamsetningar: XX og XY.)

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2019 kl. 16:43

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Guðmundur fyrir þessar skýringar.  Ég staldraði reyndar við þessa nýju skilgreiningu sem felst í kynrænu sjálfræði, en ákvað svo að halda mig við þá kynskilgreiningu sem öllum er tömust.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.3.2019 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband